Thursday, May 15, 2008

Lífið í Brussel

Einhver var að kvarta yfir því að við værum að gera allt of mikið hérna úti og látum við því nú fylgja nokkrar myndir af okkar fábrotna lífi hér í Brussel. Hér sitjum við á torginu Place Luxemburg, sem fyrir innvígða segist Plux (mjög töff, ég veit). Mjög gott í seinni tíð með hlýnandi veðri að sitja í grasinu, því staðirnir í kring um Plux spila mjög vonda tónlist, mjög hátt.
Verra er þó hversu snemma sólin sest... Þetta fólk er btw. Martine, einhver stúlka úr norsku sendinefndinni sem ég man ekki hvað heitir og Maria.
Maðurinn í jakkafötunum heitir Erlend, en við höfðum fram að þessu haldið að hann héti Alan. Kemur þá á daginn að þegar Norðmenn vilja gera grín að Íslendingum tala þeir bara norsku, en bæta "-ur" við endan á öllum orðunum... Ég hef ekki einu sinni óljósan grun um hvaða fólk þetta er með honum á myndinni...

Harpa var búin að drekka nokkra bjóra og var farin að detta úr fókus annað veifið. Hún var að sjálfssögðu búin að nýta gríðarmikla reynslu sína af Austurvellinum og fann indverska búllu þar sem við keyptum kaldan bjór á mun lægra verði en fólk sem hafði mun lengri reynslu af Plux, þetta eru náttúrulega amatúrar!
Við bæði farin að detta úr fókus.
Ég held að þarna hafi Harpa verið að reyna að bíta af mér nefið.Við (ég?) vorum alveg sannfærð um að þetta væri plötuumslagsmynd í hæsta gæðaflokki.
Það var farið á lífið.

Síðar í vikunni var haldið svokallað "EFTA spring fling" þar sem setið var úti í garði í vinnunni og drukkið volgan bjór og vonda kampavínsbollu. Hörpu var þetta ekki samboðið og fór að sjá konuna með herðakistilinn og tvo aldraða vini hennar, þetta þríeyki hafði víst einhverntíman getið sér orðspor fyrir að hafa samið eitt eða tvö lög á síðustu öld. Hörpu fannst víst voða skemmtilegt að heyra einhverja konu úti í bæ syngja um hvað það elski hana enginn, en Spring flingið var sko líka mjög skemmtilegt!
Dæmi: Ung norsk stúlka sagði okkur sem sátum við eitt borð að útikerti væru hættuleg heilsu okkar, sem og farsímar myndu gera okkur ófrjó. Við tókum þessu semi-alvarlega og töluðum um meintar hættu þessara hluta með hálfkæringi. Stúlkan stóð þá upp og sagði hátt og snjallt "Well, I'm leaving, because you people suck!"
Og hún var ekki að grínast.
En Harpa fékk semsagt boðsmiða á Portishead og skemmti sér konunglega, hún getur kannski lýst því betur en ég í næsta bloggi. Við erum samt að fara að sjá Portishead aftur á Primavera í lok maí, Barcelona here we come!!!
Núna um helgina buðum við nokkrum krökkum í grill á sunnudaginn úti í garði sem er rétt hjá okkur.
Þetta eru Maria og Magnus.
Þetta fólk ættuð þið að þekkja orðið...

Erlend, Charlie og enn einn norðmaðurinn...
Egill heitir þessi...



Gítarinn var með í för... við Egill reyndum að halda uppi stemmingunni. En vorum ekki alveg búnir að þaulæfa prógrammið. Því verður kannski best lýst með performancinu á Lou Reed slagaranum "Perfect Day," en ég kunni bara viðlagið, sem Egill kunni ekki, en til allrar hamingju kunni hann versið... þannig að gítarinn var bara látinn ganga á milli...
Ég held að ég sé meira að segja að spila það þarna, alla vega C#m
Þarna má sjá bolinn sem Harpa gaf mér í afmælisgjöf!!! Hún virtist eitthvað undrandi þegar ég klæddi mig í hann um daginn þegar við fórum út... eins og þetta væri eitthvað grín, er ekki alveg að átta mig á þessu...
Þetta "monstrosoty" er gosbrunnurinn rétt hjá okkur. Harpa hefur heitið því að þar verði tekin "trainee sturta" áður en yfir lýkur.
Þessi mynd er tekin fyrir hjónin í Kaldbak, en þarna má sjá að "trjágirðingin" er að laufgast og lítur svona út í dag. Við munum birta update þegar dregur til frekari tíðinda á þessum vettvangi.

Harpa var svo annars að koma úr tveggja daga ferð til Lúxembúrgar. (Ég komst ekki, var með presentation í vinnunni). Þar var farið í presentation hjá EFTA dómstólnum og dómsmál og fleira skemmtilegt. Ég held samt að Hörpu hafi nú þótt skemmtilegast að fá frí í vinnunni og skoða nýja staði, þau fóru víst á einhvern ægilegan snobb hádegisverð í Nýlistasafninu.
Svo erum við byrjuð á fullu í frönskunni, en við erum alltaf svo busy að það lítur út fyrir að við náum ekki að mæta í nema helmingin af tímunum. Harpa sér mjög svo eftir þeim krónum... ég meina evrum.

2 comments:

Anonymous said...

Oh.. þið eruð SVOOOOO krúttleg krakkar! Ég held þetta gerist bara ekki mikið krúttlegra ;) Æðislegar myndirnar frá France, hvernig gekk með frönskuna þar? =) Og ótrúlega sætar myndarnar af ykkur saman, eru þær teknar á þrífæti?
Greinilega nóg að gera í brussels og útum allt, bara gaman :) Það gæti orðið örlítið menningarsjokk að lenda á jörð kaldbakshjóna og fara að huga að kofum. Og svo er ekkert ódýrt hér..

Haldið áfram að njóta ykkar! Já og Harps, mér finnst nú bara lágmarkskurteisi að ganga í flík sem maður fær í ammlisgjöf ;)

RISAKNÚS OG SAKN!!

Anonymous said...

Nenniði að koma heim? Það er ekkert gaman að vera hérna ein ;( er meir að segja að spá í að flytja út ...hmmm

luv
Agnes

P.S lykilorðið á síðuna er pjakkur