Tuesday, May 13, 2008

Suður Frakkland Pt. II

Það var ágætis kona sem skutlaði okkur áfram á leið okkar. Hún talaði litla frönsku, en við vorum sammála um að útsýnið væri trés jolie. Þarna erum við komin í annað af "fallegustu þorpum Frakklands," þó að þau þorp á leiðinni hafi ekki verið síður myndarleg. Ef myndin er stækkuð má sjá að íbúatalan þarna er ekki sérlega há.
Útsýnið glæsilegt.

Þarna eru göturnar líka í þrengra lagi.

Þarna erum við komin í kastalann í Mosset.


Svo héldum við í óvissuna, við vissum í raun ekkert hvað beið okkar, hvernig vegur þetta var, hversu mikil umferð og í rauninni aðeins óljósan grun um hversu langt var í næsta bæ.
Litið aftur í hinsta sinn.

En sjá!!! Þarna erum við komin upp í rúmlega 1500 metra hæð, hvernig skyldi það hafa gerst?
Leiðin niður var dásamleg, það keyrðu um það bil fimm bílar framhjá okkur í einhverja klukkutíma.
Okkur var nokkuð sama um einveruna.
En þarna erum við komin í bæ sem mig minnir að sé Axat. Leiðin þangað var stórkostleg. Á leiðinni niður af fjallinu gengum við framhjá konu sem var úti að ganga með hundinn sinn og fundum við ilmvatnslyktina af henni í opinni náttúrunni yfir veginn. Hún tók okkur svo upp í, sagði eitthvað um "ne pas peu á chien" og keyrði okkur að heimabæ sínum Conozouls og bauð okkur þar upp á vatn og djús. Hún var ægilega stolt af heimabæ sínum (sem var NB glæsilegur) en við ætluðum að halda áfram og gerði hún sér því lítið fyrir og skutlaði okkur til Axat. Útsýnið á leiðinni var vægast sagt dásamlegt og keyrðum við í gegn um gil sem er eitthvað það myndarlegasta sem sést hefur.
Í Axat var tekið í spil við ánna og drukkið bjór.


Þar sem veitingastaðir í Axat voru lokaðir héldum við bara áfram á leið okkar. Við þáðum far hjá ungu pari sem keyrði um á pínulitlum tveggja dyra fólksbíl fullum af drasli og afar vinalegum hundi. Parið var stórkostlega undarlegt, stelpan hlæjandi eins og geðsjúklingur allan tíman, náunginn í sífellu að skamma hundinn fyrir að færa sig. Greyi hundurinn var í kremju á milli okkar Hörpu og tók þá skyndilega að sleikja á mér lærið af mikilli áfergju, en sökum þess að ég var skorðaður þéttingsfast með bakpokann í fanginu var mér lífsins ómögulegt að fá dýrið til að láta af ástaratlotum sínum og var rennblautur á fótunum þegar við loksins komumst á áfangastað...
Þarna erum við komin til Caudiés de Fenouledes, þar splæstum við á okkur út að borða á local veitingastað, fengum okkur local vín og local rétti og að sjálfssögðu franska súkkulaðiköku.
Tjaldsvæðið í bænum var lokað en við notuðum það nú bara samt, Harpa var dálítið stressuð.
Áfram héldum við á leið okkar til Éstagel. Fengum far hjá ofur-töffurum sem hlustuðu á franskt rapp á hæsta hljóðstyrk alla leiðina.
Þar fundum við heimagistingu hjá hjónakornum sem tóku sérdeilis vel á móti okkur, jafnvel þó við höfum prúttað niður verðið. Þau voru með stóran garð og hund sem var býsna gáskafullur.



Mjög cosy staður, þar héngum við í sólbaði allann daginn og tókum því rólega. Daginn eftir brasaði hún handa okkur veglegan morgunverð, sem innihélt meðal annars local delicatessenið sem var einhvers konar ostur (líkara skyri) með hunangi.
Kirkjan í bænum.
Daginn eftir ákváðum við að fara í rútu.
Fórum aftur til Perpignan og ákváðum að skella okkur bara suðureftir. Fjallaþorpin þar voru alveg ágæt, en eftir að hafa séð svo mörg slík áður vorum við ekki alveg sannfærð. Eftir að hafa farið tveimur stoppum lengra en miðinn okkar sagði til um ákváðum við að angra bílstjórann ekki meir og fórum út. Svo tókum við skólabíl til Argéles sur Mer.
Eins og þeir sem mælandi eru á frönsku gætu hafa gert sér í hugarlund, þá er sá bær við hafið.


Svolítil strandbæjarstemming þar, en sætur bær engu að síður.

Hótelið var glæsilegt. Skopps að stelast til að leggja sig, mikill prakkarasvipur þarna í gangi.
Kirkjan í Argéles. Ég reyndi nú samt sem áður að gefa Hörpu frið fyrir kirkjumyndatökum en stundum gat ég ekki staðið á mér.


Aftur komin á Hótelið og viti menn! þar voru tekin upp spil.
Sautjánan í Perpignan.
Harpa var ekki alveg nógu sátt með að ég vildi labba í fimm mínútur á lestarstöðina í Perpignan, sem Salvador Dali sagði að væri "miðstöð heimsins." Í staðinn löbbuðum við í einhverja tvo klukkutíma í leit að veitingastað sem væri henni samboðin, til þess eins að fara aftur á fyrsta veitingastaðinn sem við sáum, en viti menn! Þá var hann lokaður...
Við tókum í spil í Perpignan á kaffihúsi.
Þarna er kastalinn í Perpignan.





Og þar var að sjálfsögu tekið í spil.
Ferðin á enda, við biðum eftir flugvallarútunni á Kebab búllu og jú, þar var tekið í spil.

No comments: