Tuesday, May 13, 2008

Suður Frakkland Pt. I

Jájá, langt er síðan bloggað var síðast, hér mun því koma helvítis hellingur á næstu dögum. Prógrammið byrjar á för okkar til Suður-Frakklands. Við lentum í Perpignan eftir heljarinnar vesen með að koma tjaldinu í gegn um öryggishliðið (það tókst raunar ekki.) NB fyrir þá sem ætla að fljúga til eða frá "Brussel" með Ryanair skal tekið fram að flugvöllurinn er alls alls alls ekki í Brussel, langt því frá...
Rútan var tekin til Prades þar sem var stoppað stutt áður en gangan hófst. Áfangastaðurinn var þorpið Eos, sem þykir eitt það fallegasta í Frakklandi. Harpa var eitthvað svartsýn með veðrið þegar gangan hófst, enda hafði verið svalt í Brussel fram að þessu.
Þetta er nokkrum mínútum síðar.
Gangan var tekin með nokkrum pásum og notið útsýnisins.
Önnur pása.
Ég hafði einnig klætt mig of mikið og sá því Harpa tilefni til að smella mynd af mér klæðast í nýju stuttbuxurnar sem mamma og pabbi gáfu mér í afmælisgjöf. Takk fyrir mig, þær komu að góðum notum.

Bærinn er sannarlega fallegur.

Gróðursæll inni í görðum, en annars laus við allt annað líf, sáum varla eina manneskju í bænum allan tímann.
"Göturnar" þröngar.


Til sönnunar þess að við löbbuðum alla leið upp á topp, tók ég mynd inni í kirkjunni.
Og útsýnininu.

Skopps fann þar einnig draumahúsið sitt.
Þarna erum við í bæ sem ég man ekki alveg hvað heitir, en þar stöldruðum við við í smástund og tókum í spil og drukkum bjór.

Svo héldum við áfram á leið okkar.
Þar til við komum að öðru af "fallegustu þorpum Frakklands," Villefranche-de-Conflent. En það er eiginlega bara virki, tvær götur og stórir og þykkir veggir allt í kring.

Svo fórum við í nærliggjandi bæ, Corneilla de Conflent og gistum þar í tjaldi. Það var mjög kalt og óþægilegt.
Svo skoðuðum við okkur þarna um nærliggjandi sveitir. Við ætluðum að fara í suður, en til allrar lukku var okkur tjáð að það væri fjallaleið sem væri kannski ef til vill nokkuð torfær. Í staðinn fórum við upp á við.

2 comments:

Anonymous said...

vá! geggjuð ferð. Er full öfundar í skítakompunni hérna í slippnum. Það biðja allir að heilsa :)

Anonymous said...

Úff, djöf. væri ég til að vera þarna í Suður-Frakklandi núna. Ísland er alltof þreytandi þessa dagana. Skemmtileg uppákoma með hundinn, Hef nú alveg grun um að þú hafir haft smá gaman af Vignir. ;)