Wednesday, April 30, 2008

Góðir gestir

Mamma og pabbi komu að heimsækja okkur í síðustu viku. Ég hafði setið þar áður sveittur við internetið að reyna að finna sómasamlega gistingu fyrir þau á sómasamlegu verði. Einu lausu hótelin sem ég fann voru á á bilinu 250-500 þúsund krónur. Síðar þegar ég fór að hringja í Guesthouse hér í Brussel að spyrja um gistingu frá 21. apríl var svarað: "Of course not!"

Kom þá á daginn að mamma og pabbi höfðu pantað miða til Brussel á sama tíma og stærsta sjávar-expo í heimi. Þá munu öll hótel vera pöntuð ár fram í tímann og varla laust rúm að finna í borginni... Ég sendi þau bara til Antwerpen í staðinn.
En það kom vonandi ekki að sök, enda indælisbær og fór vel um þau hjá mjög svo gestrisni konu sem vildi allt fyrir þau gera. Ég og Harpa fórum að heimsækja þau til Antwerpen á fimmtudaginn og fórum á Kóreskt BBQ, sem var ægilega gaman. Þau vildu svo að sjálfsögðu bara vera áfram í Antwerpen.
Þau færðu sig svo til Brussel um helgina, þarna römbuðum við inn á ítalskan veitingastað í Ixelles sem reyndist vera einn sá besti sem við höfum slysast inn á í langan tíma...
Við erum þarna býsna þreytuleg að sjá eftir langa vinnuviku...
En þarna er kominn laugardagur, við komin til Gent, bjórinn kominn í hönd og hitastigið langt upp fyrir 20°Við settumst þar á fyrsta torgið sem við fundum og drukkum öl.
Svo löbbuðum við svona tíu metra og settumst aftur niður og fengum okkur dýrustu vöfflur í heimi. Við móðguðum þjónustufólkið eins og við gátum, fyrst bað ég um reikninginn á frönsku sem er algert "no-no" í flæmskumælandi borg og þjónustustúlkunni var heldur ekki sjáanlega skemmt þegar mamma sagði "úff" þegar reikningurinn kom...
Okkur var nú samt nokk sama þótt þjónustuliðið í Gent væri eitthvað pirrað og nutum þess bara að vera í sólinni.
Við fórum í siglingu á Scheld og Lys ánnum og skoðuðum arkítektúrinn í borginni.
Gent er 233 þúsund manna borg.
Kirkjunar menn voru ekki fastheldnir á fé forðum daga og byggðu þrjár kirkjur í röð. Mjög gott fyrir ferðamenn seinni tíma að þurfa ekki að þvælast um alla borg að leita að þeim.
Siglingin var mjög skemmtileg, undir göng og allt.
Útsýnið gott.
Sum húsana voru komin á viðhald...
Hörpu fannst það bara þeim mun meira heillandi.
Og hér fann hún draumahúsið sitt, henni þótti þá heillandi tilhugsun að skreppa út í sjoppu á bátnum sínum. Ég ímynda mér hinsvegar að það geti orðið ansi þreytt eftir svona tuttugu skipti...

Gravenstein kastalinn var nokkuð glæsilegur.
Útsýnið úr bátnum var gott.
Eftir bátsferðina var baðað sig í sólinni.

Í bakgrunni má sjá alveg gersamlega vonlausa kajakræðara, á eftir kom 20 manna hópur sem virtust frekar vera í kajak-klessubíla sporti fremur en nokkru öðru.
Harpa fyrir framan kastalann.
Kominn tími á bjór og því stilltu mamma og Harpa sér upp við eitthvert höfuðvígi sósíalismans þarna í Gent.
Öngstrætin heilluðu Hörpu.
En ég skoða gömul hús.
Kirkjurnar þrjár í bakgrunni. Þarna erum við komin á Afríkusafnið á Sunnudeginum.
Safnhúsið er stórt og mikið, en þar gortuðu Belgar sig af nýlendugóssinu sínu forðum daga.
Garðurinn er einnig mjög stór.
Þarna mátti sjá allskyns minjar um nýlendutímann og Kongó.
Harpa ætlar að sauma á mig svona hatt.
Harpa og pabbi skoða minjar um ævintýri Stanley og Leopold II. Miklir ágætismenn þessir nýlenduherrar annars. Þeir þvinguðu "þegna" sína til að sækja gúmmi, sem var gert með að frumbyggjar létu það renna úr trjánnum yfir líkama sína og rifu það svo af á afar sársaukafullan hátt þegar heim var komið. Leopold var hinsvegar eitthvað óþreyjufullur eftir gúmmíinu og setti á lágmarksframleiðsu... Þeir sem ekki stóðu við það áttu ekki von á góðu. Belgískir hermenn voru víst gjarnir á að spandera byssukúlum sínum í sportveiðar og var þeim því gert að presentera eitt stykki afskorna hendi fyrir hverja kúlu sem eytt var. Þeir fóru þá bara samt á veiðar og skáru hendurnar af lifandi fólki og sendu til Belgíu. Já, það er gaman að læra sögu.

Monday, April 28, 2008

HARPS BLOGGAR!

Vixi minn er klárlega ekki að standa sig í blogginu. Ekki búið að heyrast múkk frá honum í næstum því viku! Ég er miklu duglegri, enda commenta ég óspart undir bloggið hans. Að auki blogga ég í hausnum á mér á hverjum degi sem þið heppnu lesendur fáið auðvitað beint í æð! ÉG eyði sem sagt öllum mínum tíma í að láta undan bloggheimti ykkar, kæru lesendur...

duglega duglega ég...

Í dag er góður dagur. Í dag er réttara sagt frábær dagur. Ég og Vix ætlum ad fagna í Kampavíni á eftir. Leigjendur mínir, þeir bjánar, fóru úr íbúðinni minni í dag. loksins. Þeir skulda mér ekki nema tveggja mánaðarleigu + vexti + innheimtukostnað + viðgerð á lás.

Þetta unga fólk í dag... já seisei... Ég, gamla konan, ætla aldrei, ALDREI, að treysta ungu fólki aftur, anda allt djöfullsins pakk!

Fleira er að gerast í dag. Við Vix erum að fara út að borða með tengdó. Við erum búin að fara svo oft út að borða með tengdó, boðin af þvílíku rausnarsemi þeirra, að við erum orðin uppiskroppa með 'world cuisines'. Eina sem við eigum í rauninni eftir er íslenskur matur, svið og hrútspungar, sem við ætlum einmitt að gera dauðaleit af í dag, en það gæti reynst erfitt að finna slíkan veitignarstað hér í Brussel, innan um allt gourme-ið...hmmmm...

Já, tengdó eru í heimsókn og við erum alveg búin að skemmta okkur konunglega, heldur betur! fórum í Antwerpen á fimmtudaginn, flæmska bæinn Ghent á laugardaginn og Afríkusafnið á sunnudaginn. Fannst svolítið skrítið að þeir séu hættir að hafa afríkubúa til sýnis í safninu, en ég sá einn í metro-inu þannig að þetta var allt í lagi...

Klukkan er orðin 6 þannig að nú kemur Vixinn minn að reka á eftir mér

Aur Revoir og þangað til næst (hvenær svo sem það nú verður....)

Harps

Wednesday, April 23, 2008

Afmælisblogg

Hvað gætu Vignir A. Guðmundsson, Immanuel Kant, Lenín, Oppenheimer, Charles Mingus og Bimbo Coles átt sameiginlegt?

Vissulega eru Vignir og Kant hugsuðir á heimsmælikvarða, hæfileikar Vignis og Bimbo á körfuboltavellinum eru nokkuð svipaðir. En vitað er að Bimbo Coles var afleitur heimspekingur og Immanuel Kant kunni ekki að troða.

Það er, jú, annað sem tengir þá saman, þeir fæddust allir á sama deginum. Ég varð víst 27 ára í gær. Að því tilefni fór Harpa með mig í smá ferð á Laugardaginn.


Við fórum aftur til Antwerpen til að fá okkur Kebab. Mér finnst þeir ægilega góðir og eru ekki á hverju strái hér í Brussel. En þó ótrúlegt kunni að virðast þá var kebabinn ekki aðalmarkmiðið, heldur...
Dýragarður!!! Harpa komst að því fyrir nokkru að ég hafði ekki farið í dýragarð nema einu sinni á ævinni og það var svo langt síðan að ég man varla eftir því... Þessi elska vildi því bæta úr því...
Hún var þó lang sætust í öllum garðinum...
Þessi félagi var að fá sér snæðing.
Þessir voru í lengra laginu.
Þessi var frekar dapur að sjá...
Fílarnir voru stórir.

En nú að annars konar dýragarði! Það var partý um kvöldið, mér til heiðurs.Þessu ágæta fólki líka, þau áttu afmæli 19. og 20. apríl. En fyrir þá sem ekki vita eru þetta Charlie og Maria.
Þetta fólk er norskt og bera nöfn á borð við Martine, Magnus og Alan.
Þetta eru Harpa, Kari og Maria.
Þarna voru leikar farnir að æsast og staup komin í spilið. Hörpu leiddist það ekki. Charlie líst eitthvað illa á blikuna.
Harpa og Martine.
Magnus kominn á milli.
Mikið fjör.

Þarna var fjörið orðið svo mikið að hafa þurfti fataskipti.

Ég fékk svo köku í vinnunni í gær. En þar sem við erum bara tvö á deildinni minni var hún frekar lítil. Harpa kláraði svo alla kökuna í dag!!!

Thursday, April 17, 2008

Tónleikar: "Domino-festival"

Við Vignir áttum afar viðburðarríkan og skemmtilegan þriðjudag (eins og reyndar flestir dagar eru). Þessi dagur var einstaklega menningarlegur því við skelltum okkur á opnun nr. 2 á “Iceland on the Edge” sýningunni í BOZAR. Sýningin sem var verið að opna hét: “The Icelandic National Concert and Conference Center in Reykjavík” og “ SKÁL – Drinking Horns”. Yesyes…Við erum klárlega orðin snobbpakk. Hér eftir munum við AÐEINS láta sjá okkur á sýningum og opnunarviðburðum í Reykjavíkinni, í fylgd Herdísar ömmu. Þannig að þið sem enn hangið á Dillon og Ellefunni…don´t expect to see us in Retro Reykjavík!

Af alíslenskum sið seinkaði opnuninni um halftíma, sem kom sér afar illa fyrir okkur, þar sem við áttum stefnumót við Jana Hunter, Phosphorescent (já, btw…..Hann bað að heilsa þér Huld), Mariee Sioux og Alela Diane seinna um kvöldið.

Sem BETUR FER var þjónninn ekki íslenskur og hafði því mætt á réttum tíma í vinnuna, og bar fram troðfulla bakka af allskyns áfengum veigum. Í fáfræði okkar og sakleysi ákváðum við að treysta fyllilega á íslenska mannasiði og biðum og biðum, en eftir 2 rauðvínsglös (sem við fengum NB EKKI að drekka úr þessum frægu “Drinking Horns”!) og mikið garnagaul (kokkurinn var greinilega íslenskur, matarlyktin var rétt farin að ilma um salinn en ekkert bólaði á matnum sjálfum!) ákváðum við að láta okkur hverfa, enda þvílíkur dónaskapur hjá okkur að láta Jana Hunter bíða!!! Spenningurinn fyrir tónleikunum var rosalegur enda hef ég ALDREI séð betra line-up á einstökum tónleikum og fyrir aðeins 12 EUR! Við hlupum því af stað um Brussel borg og voum mætt að fyrra sviðinu rétt fyrir kl. sjö.


Á slaginu sjö byrjuðu sörguð gítarhljóð og kynæsandi rödd Jana Hunter að hljóma um salinn og ég bara vissi að næstu fjórar klukkustundirnar yrðu himnaríki! Ég truflaði reyndar oft tónleikana með garnagauli og bölvaði því íslenska kokkinum frá opnuninni…

45 mínútum síðar, á öðru sviði, eða leikhússviðinu, byrjaði Mariee Sioux, og hennar ótrúlega mjúka og fallega rödd söng óaðfinnanlega kaflaskiptu og löngu lögin sín.
Eftir það færðum við okkur á fyrra sviðið aftur og innan 10 mínútna byrjaði einlæga og brotna rödd Phosphorescent að hljóma um salinn. Hann spilaði í rúmlega klukkutíma innan dyggra aðdáanda (það voru aðeins um 100 manns í salnum). Vix var super ánægður með tónleikana, enda mikill aðdáandi, og auðvitað hreif hann mig með sér. Ég hlustaði mikið á aðra plötu Phosphorescent (tihi… Huldsl, þú mannst eftir því….), og aðeins þá fyrstu, en er alls ekki eins heilluð af þeirri nýjustu og á tónleikunum fannst mér hann vera of hrifinn af loopum, amk fyrir minn smekk.
Eftir það byrjaði aðalatriðið, Alela Diane, á leikhússviðinu. Í þetta skiptið voru öll sæti full en við sátum upp á svölum með ótrúlegt útsýni yfir allt sviðið. Hún spilaði bæði ein og ásamt hljómsveitinni sinni, sem Mariee Sioux einmitt skipar, auk pabba Alela og Matt Bauer, sem var einstaklega laginn a banjóið.
Ég man ennþá eftir því þegar ég byrjaði að hlusta á Alela, fyrir rúmlega einu ári síðan, þegar hún var að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Á þeim tíma var stundum hægt að sjá nafninu hennar bregða fyrir á tónlistarblog-síðum en nánast hvergi ananrs staðar! Þess vegan var ég algerlega hissa á öllu fólkinu sem mætti á tónleikana!!! Ég var næstum búin að rífa í Vigni og troða mér út, því hún var klárlega orðin allt of commercial fyrir okkur!!! Alveg greinilega búin að selja meira en 1000 plötur!

En því verður ekki neitað að hún er með alveg einstaklega skemmtilega og sveiflandi rödd og setur svolítinn kántríblæ inn í folk-ið, sem gerir folk-ið að mínu mati einmitt e-ð svo mikið ekta American folk. Þannig að ég bara VARÐ að sjá hana, enda mikill aðdáandi, bæði hennar og folk-tónlistarinnar.

Og ekki olli hún vonbrigðum! Hún hafði gott skipulag á lagaröðinni…. Maður þekkti vel flest lögin, og þau sem maður þekkti ekki raðaði hún vel inn á milli henna. Þetta var bara alger snilld vægast sagt. Í laginu “pieces of string” kom stúlknakór upp á svið og söng með henni sem var alger snilld!

Þetta kvöld var sem sagt alveg einstakt! Jæja, býst við að þetta sé orðið nógu langt hjá mér en ég ákvað að hafa frekar langt blog frá mér núna því það er LOKSINS rólegt í vinnunni og því er best að nýta tækifærið meðan það gefst!

Annars er nóg að gera næstu daga enda afmælið hans Vignis að koma!! Veivei…. Við erum búin að skipuleggja RISA party á laugardaginn hjá Martine, Mariu og Charlie, en Maria og Charlie eiga einmitt líka afmæli.

Endilega kíkið á facebook síðuna.

Aur Revoir

Harps franskona