Monday, May 26, 2008

Tónleikar: Sunset Rubdown og Kimya Dawson

Við vorum dugleg um helgina hvað tónleikaferðir varðar, ég náði að draga Hörpu með mér til Antwerpen á föstudaginn til að sjá hina stórgóðu sveit Sunset Rubdown, sem átti eina af bestu plötum síðasta árs að mínu mati. Spencer Krug, aðalmaðurinn í Sunset Rubdown (og annar aðalmaðurinn í Wolf Parade) er einn af snillingum þessarar kynslóðar og var magnað að sjá hann frussa út úr sér vönduðum textasmíðum á sama tíma og hann hamaðist á píanóinu og sparkaði í bassatrommu allt samtímis.
Tónleikarnir voru stórgóðir. Leigubílaþjónusta Antwerpenbúa leggur samt ekki alveg sama skilning í "please hurry, we have a train to catch" og flestir aðrir. Bílinn kom ekki fyrr en eftir tuttugu mínútur (og lét okkur þar með missa af næstsíðustu lestinni) og þegar hann kom loksins var hann bara að spjalla við einhvern félaga út á götu og lét sér fátt um finnast þótt "excuse me, we have a train to catch" væri endurtekið í sífellu. Við náðum þó lestinni, en þó ekki nema með því að hlaupa í gegn um alla lestarstöðina.
Á laugardaginn fórum við hinsvegar að sjá ofur-krúttið Kimya Dawson. Hún hefur getið sér það til frægðar að eiga lög í spútnik kvikmyndinni ofurvinsælu Juno. En við vorum auðvitað búin að hlusta á hana löngu fyrir það, síðasta plata hennar var Soundtrackið við Hálendisferðalag okkar síðasta sumar.
Hún var ægilegt krútt: Eins einlæg og hægt er, talaði mikið um dóttur sína "Panda" og hitt og þetta fólk sem enginn vissi hver voru. Virkilega góðir tónleikar.
Hárið hennar virtist vekja mikla athygli meðal tónleikagesta...

En ég vil hins vegar af gefnu tilefni vara fólk við "tónlistarmanninum" Bobby Sandal, en hann sá um upphitun fyrir Dawson. Þó hann sé belgískur er aldrei að vita nema að tónlist hans reki á fjörur ykkar ágætu lesenda, undarlegri hlutir hafa gerst.

VARIST! Bobby Sandal! Hann er hálfviti...

No comments: