Friday, September 19, 2008

Harpa og Vignir, ekki lengur í Brussel

Fyrir þau ykkar sem hafa ekki rekist á okkur á götum Reykjavíkurborgar eða Húsavíkurbæjar, og/eða eruð algerlega laus við allt samband við umheimin og okkur, þá erum við ekki lengur búsett í Brussel og því til lítils að halda við síðu með titli sem gefur hið gagnstæða til kynna. Því höfum við opnað nýja síðu með viðeigandi titili sem lýsir betur okkar staðsetningu og starfi, en hún ber hinn ágæta titil: Vignir & Harpa volunteering in Uganda.

Wednesday, July 30, 2008

Birthday Party

Yup, it's true...Harpa og Vignir eru að koma á klakann 13. ágúst!

Eins og vinir og vandamenn muna eru afmælispartí Hörpu klárlega kúl, og þess vegna verður haldið eitt slíkt á föstudeginum 15. ágúst á Hverfisgötu 105. Þú kæri lesandi ert hér með boðinn, nema þú þekkir okkur ekki neitt (sem verður að teljast afar ólíklegt.)

Tilefni partísins verður einnig Ugandaferð okkar Vignis í september, en þar munum við eyða næsta árinu að vinna hjálparstarf.

Afmælisgestir eru beðnir um að vera mjög kátir og afar ölvaðir. Tollurinn verður drukkinn en hafa ber í huga að hann er ekki óþrjótandi.

Og rúsínan í pusluendann! Þið sem hafið endalaust kvartað yfir því að það sé ómögulegt að gefa mér afmælisgjöf (Hulda aðallega:)) þurfið ekki að örvænta!... því ég tek ekki við neinum afmælisgjöfum að þessu sinni. Ekki einu sinni áfengi!!!

Þess í stað bið ég ykkur, ágætu vinir og vandamenn, að leggja inn á söfnunarreikning okkar Vignis, fyrir sjálfboðastarfi okkar í Uganda.

Reikningsheiti: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir/Uganda.
Reikningsnúmer: 0567 – 14 - 602601,
kt. 170881-4519

Hvert lítið framlag er okkur mikils virði.

Takktakk

V and H

Wednesday, July 23, 2008

Paris

Við ákváðum að bregða okkur í dagsferð til Parísar um daginn, Harpa hafði aldrei komið áður og mín síðasta ferð reyndist vera æfing í að þola ókurteisi og ömurlega þjónustu í heilan dag. Sem betur fer er Skopps ekki mikið fyrir "túrista" viðkomustaði og gátum við því sleppt öllu því veseni sem fylgir turninum góða, boganum góða og þessu blessaða safni... Þarna erum við mætt á nord station, ekki tilkomumikil lestarstöð verð ég að segja...
Við fórum í smá markaðstúr í 18, mikil stemming og lifandi hverfi, Skopps til mikillar ánægju...
Þar eftir gengum við upp á Montmartre hæðina. Harpa kvartaði mikið yfir rúllustigaleysi, að mig minnir daginn eftir að hún stakk upp á (í fullri alvöru) að klífa Kilimanjaro. Veit ekki alveg hvort Tanzaníubúar séu búnir að koma rúllustiga inn í fjárlögin ennþá, enn hver veit...
Þarna í bakgrunni má sjá Basilique du Sacré-Cœur er vel í myndina má sjá að ég er að safna í ægilega morðingjamottu... svo menn haldi nú ekki í að ég hafi verið að mjólka kýr í fimm mánuði (hvernig svo sem þau rök virka), þó allir ættu nú reyndar að vita að kýr hafa ekki sést á Stekkum í háa herrans tíð...
Harpa fékk sinn skerf af turninum, glæsileg símamyndavélin nær kannski ekki alveg að fanga þetta undur verkfræðinnar... en Harpa fékk þó að sjá hann!



Við fengum okkur að sjálfssögðu Crépes á Montmartre, þó að gæðin hafi reyndar fölnað í samanburði við nætursölumanninn í Nice, sem Daði, Eyvi og Árni þekkja af góðu.
Þar fundum við Antíkmarkað líka, Harpa hélt varla viti af spenningi og bjóst til að kaupa alla búðina, ég keypti svo handa henni hárspennur frá 70's og 80's, hárskraut frá 20's og 30's reyndist of dýrt.
Við náðum svo ýmsum þekktum viðkomustöðum út um strætógluggann, þar á meðal bakhliðina á Louvre safninu, sem er ofmetið fyrirbæri.
Við fórum frekar í Jardin du Luxemburg.

Og fengum okkur Sushi og smá blund.Við gengum svo um allt þarna í 5, 6, 4 meðal St. Germain. Ég var greinilega ekki nógu duglegur að taka myndir!
Þessa kirkju þekkja flestir, en þar sagði Hugo frá manni nokkrum er lagði iðn á að klingja bjöllum, verandi með gríðarstóran herðakistil...
Kvöldinu lukum við svo í Marais, þar sem við fengum okkur rómantískan kvöldverð við kertaljós á frábærum veitingastað sem heitir Hotel du Nord.

Tuesday, July 8, 2008

Sko á Íslandi, þá gerum við svona....

Við Vix njótum lífsins eins og fyrri daginn. Vinnan er algert tjill, á meðan svokallaður "summer time" gengur yfir, sem gerir það að verkum að við komumst út í rigninguna kl. 4! Höfum aldrei verið jafn sátt við að geta buslað í pollunum og farið í ókeypis sturtu á meðan enn er bjart...

Annars hlökkum við mikið til Aser ferðar, og lifum á vatni og brauði þessa dagana í þeim tilgangi að spara hverja krónu, þar sem flugmiðar okkar voru keyptir með þeim mjög svo hagstæða gjaldmiðli "íslensku krónunni". Fjármálin munu þó líta betur út þegar við komum heim á klakann eftir Aser ferðina, því þá þurfum við ekki lengur að eyða peningum í drykkjarvatn.

Um sidustu helgi var glaumur og gaman og var okkur boðið í mat af Tore yfirmanni mínum á föstudagskvöldið og í partý hjá Agli nokkrum á laugardagskvöldið. Þar gerðust þau undur og stórmerki að við vorum fleiri íslendingar en Norðmenn!!! Enda nýttum við tækifærið óspart og töluðum aðeins saman á íslensku, í samræmi við íslenska kurteisi. Auk þess urðu flest allir mjög ölvaðir, enda ekki við öðru að búast, þegar svo margir íslendingar voru saman komnir í hús.

Næstu helgar verður hlaupið um alla Brussel og reynt að skoða, smakka, sjá, hlusta og bera vera... um allt í Brussel. Við höfum nú þegar verið hérna í 4 mánuði en erum til dæmis EKKI búin að borða nóg af vöfflum (það er reyndar aldrei hægt að borða nóg af vöfflum...). Við ætlum svo sannarlega að bæta úr því (já og öðru ómerkilegu, eins og að skoða Waterloo....) á næstu vikum!!!!
Sjáumst svo í vöffluvagninum á Lækjartorginu (vona að hann sé ennþá þar!!!???)

Jæja, verð að drífa mig út í sturtu.

Þangað til seinna....
Harps

Wednesday, July 2, 2008

la vie à Bruxelles Pt. II

Já, lífið í Brussel heldur áfram sinn vanagang, við buðum fólki í "pylsu með öllu," en Norðmaður nokkur að nafni Svenn hafði eitt sinn bragðað þær lystisemdir á Airwaves hátíð á Íslandi. Við vildum því að sjálfssögðu sýna honum og fleirum íslenska gestrisni og keyptum hráefni sem líktust hvað mest innihaldslista sem er í þessum stórbrotna þjóðarrétti og buðum í partý. Við lentum í rokna vandræðum með að finna remolaði, og jafnvel enn meiri vandræðum í að biðja um það í búðum... Hvernig útlegst það á ensku, veit það einhver? Og það sem verra var þá vorum við búin að drekka Opal flöskuna sem mamma og pabbi komu með yfir fótboltanum. En það kom ekki að sök, við keyptum bara Jagermeister og buðum upp á restina af harðfisknum! Hér má sjá að það er ekki að leggjast allt of vel í Magnus og Martine.
Fleirum þótti nóg um.
Þarna má sjá að norðmennirnir komust í playlistann og skiptu vel völdum indídansbræðingi út fyrir A-ha, þjóðarstoltið má sjá springa þarna út í fullum skrúða með þessu kvæði: "Take on me"
Fljótlega fór að verða fátt um borðbúnað, en Svenn fann ráð við því.
Hann læsti sig þó fljótlega út á svölum eftir þetta.
Þarna hef ég svo ekki hugmynd um hvað hann er að gera.
Dansinn var stiginn.
Þó svo að nágranninn okkar og húseigandinn hafi komið og kvartað, þá höfðum við ekki miklar áhyggjur af hávaða úr nefinu á mér. (takið eftir "loud nose") Ég held að Harpa hafi alveg náð að yfirgnæfa öll möguleg nefhljóð með því að keyra hljómtækin svo gott sem í botni.
Það er svo farið að viðra býsna vel á okkur hér í Brussel og er nú kominn svokallaður sumartími í vinnunni, sem þýðir að við erum farin heim upp úr fjögur. Af hverju er þetta ekki svona alls staðar???
Einhverra hluta vegna var ég aldrei búinn að fara áður inn í Royal Galleries of Saint-Hubert. Kannski vegna þess að verslunargötur eru ekkert endilega það sem ég sækist helst eftir, jafnvel þó að þær séu yfirbyggðar og ævafornar.

Eitthvað rámar mig í að einhver hafi pantað mynd af súkkulaði og hér er hún. Súkkulaðið bókstaflega rennur í ám og fossum hérna.
Við fórum svo á hippatónleika í gærkvöldi. Þar mátti sjá börnin drulluskítug að grenja og príla upp á svið á meðan mamma, alveg jafn skítug, fékk sér bjór. Persónuleg skilaboð til móðurinnar: "The 60's are over!!!"
Heimilislegheitin voru slík að á miðjum tónleikum mátti sjá kött læða sér á milli lappana á fólki. Þessir tónleikar voru haldnir í hverfi sem kallast gjarnan "Don't go there at night."
Aðalatriði kvöldsins var Diane Cluck, þjólagatónlistarkona sem við höfum hlustað nokkuð á og notið vel. Framkoma hennar á sviði sveik ekki, góðir tónleikar.
Svo erum við að fara á Comets on Fire á fimmtudaginn!!! Hlakka til að fara heim með suð í eyrunum.



Wednesday, June 25, 2008

la vie à Bruxelles

Hér fylgja nokkrar myndir. Ljósmyndaáhugamenn og atvinnumenn varist! Þessi myndavél er ekki með flassi, né nokkrum öðrum eiginleikum sem gera myndir fallegar...
Kauphöllin hér í Brussel er býsna forn, en hún var stofnuð á Napóleons tímum árið 1801.
Þarna erum við komin á Botanique, sem er tónleikastaður... Þarna fengum við okkur bjór í góðu yfirlæti.
Þegar við snérum aftur eftir tvo drykki voru þessir fýlupokar stignir á svið... Þeir tóku einhver tvö lög í viðbót eftir að við komum og svo "thank you goodnight"... Sé mjög svo eftir þessum 12 evrum, Svenn, sá sem dró okkur á tónleikana, var niðurbrotinn yfir þessu...

já, btw. varist hljómsveitina White Williams.

Þarna fórum við á verslunargötu við lestarstöðina sem kennd er við norður. Þessi gata er frábrugðin fjölfarnari verslunargötum, en þessari væri best lýst sem "ethnic" skransölugata.

Þarna voru allskyns vörur, múslímsk klæði, útsöluskór, arabísk tónlist, erótískur varningur, kebab og...
...vöfflur að sjálfssögðu.

Þeirra mun ég sakna hvað mest þegar ég fer héðan, og mér sýnist Harpa vera á sama máli af myndinn að dæma.
Hún bara sleppir henni ekki!
Yfirvaraskeggstímabilið mitt entist í um 30 sekúndur.
Þessi garður er skammt frá Schuman torginu í Brussel og er býsna stór og mikill.
Jubilee park heitir hann. Þessi bogi var reistur þar til að fagna 50 ára afmæli sjálfstæðis Belgíu, en það var árið 1880.

Til Brussel koma gjarnar reiðir vöruflutningamenn, bændur og sjómenn og mótmæla háu eldsneytisverði. Þá eru gjarnar sett upp gaddavírs grindur einhverskonar og mikil læti skapast hér... Ekki veit ég þó hvað Evrópusambandið getur beinlínis gert fyrir þetta örugglega ágæta fólk.
Við fórum í pool um daginn. Staðan er enn 1-1 hjá mér og Skopps... Úrslitin urðu að bíða betri tíma. Fljótlega fór vinafólk okkar að tínast inn og innbyrgðum bjórum að fjölga...
Þarna sitjum við úti á götu fyrir framan Kebab stað að horfa á Rússland - Holland. Kærasta Daníels, Gabriela, á rætur að rekja til Rússlands, en við hin höfðum notið góðrar spilamennsku nágranna okkar... andrúmsloftið var því skiljanlega tilfinningaþrungið.
Vertinn á kebabstaðnum var mikill vinur okkar og stígur hér Daniel dans við hann. Vertinn var svo ánægður að fá okkur að hann gaf okkur franskar, rak fólk frá sjónvarpinu, kveikti og slökkti ljósin til að fá fyrir okkur bestu lýsinguna og bauð okkur meira að segja að taka frá fyrir okkur borð fyrir næstu leiki...
Um helgina fórum við svo í einhvern risastóran "garð" í Brussel, sem líkist reyndar meira skógi.


Þar gerðum við okkur heimakær með heimagert túnfisksalat og...
...frönskubækur. Tekið skal fram að námið sækist hægt.
Við Skopps tókum upp á því að baka um daginn og buðum nágrönnum okkar að bragða á afrakstrinum. Einróma álit gesta var að vel hefði tekist til.
Svo skruppum við til Leuven um daginn og þar má sjá býsna fallegar og tilkomumiklar byggingar.
Vinafólk foreldra minna bauð okkur þangað og fóru með okkur á dýrindis steikhús.
Við erum svo búin að bóka miða til Azerbaijan þegar við ljúkum okkar starfi hér. Svo einnig erum við búin að kaupa okkur lestarmiða til Parísar í dagsferð.
Svo vil ég af gefnu tilefni minna á kommentaskyldu sem á þessari síðu er!



Tuesday, June 10, 2008

Í sól og sumaryl... lælælælælæ

Aldrei þessu vant var ekkert ferðalag á okkur um helgina. Við ákváðum frekar að njóta rigningarinnar í Brussel, enda ekki svo oft sem rignir hérna... ó nei.

Við skelltum okkur á tónleika síðustu helgi, enda mikill metnaður að finna slökustu tónleikana. Þarsíðustu helgi 'uppgötvuðum' við kappann Bobby Sandal, síðustu helgi á Primavera voru nokkur atriði sem stóðu sannarlega upp úr hvað lélegheit varðar og þessa helgi urðum við sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum! Hljómsveitin White Williams stóð sannarlega fyrir sínu... þeir spiluðu 5 lög og litu út eins og dauðyfli á sviðinu. Markmiði er svo að toppa þetta næstu helgi.

EN fótbolti, vei! Nú er stefnan tekin á pöbbinn alla daga eftir vinnu til að fá sér öl. Yesyes, nú er sko komin góð afsökun til að drekka bjór alla daga, enda sól og blíða varla gild afsökun lengur.

Fleira að frétta:
- vasaþjófur komst í veskið mitt á sunnudaginn. Ég varð alveg brjáluð og tjáði öllum á markaðinum að ég héti sko Harpa og væri lögfræðingur og hann ætti bara að vara sig!
- Erum bæði orðin geðveikt góð í frönsku eftir alla frönskutímana (not)
- MIKIÐ að gera í vinnunni
- Ferð til parísar í mánuðinum
- Ferð til Aserbaijan í ágúst, að heimsækja Benna bro
- Eftir það verður farið á klakann aftur, eða um miðjan ágúst

Au revoir!
Harps

Tuesday, June 3, 2008

Primavera Pt. I

Við brugðum okkur af bæ um helgina, tókum frí á fimmtudag og skelltum okkur til Barcelona!!!


Markaðurinn á Rambla var ákaflega heillandi og fengum við okkur sjávarrétti á hálfgerðum veitingastað á miðjum markaðnum, ákaflega skemmtilegt.


Við röltum meðal annars um gotneska hverfið þar í bæ, virkilega skemmtilegt að ráfa um þröngar göturnar.


En við höfðum ekki mikinn tíma til stefnu. Því aðalmarkmiðið var að fara á músíkfestival!!!
Harpa komin með prógram í hönd og yfirstrikunarpenna til að merkja við hvað við ætluðum að sjá! Tekið skal fram að fæstir þeirra sem komu fram á Primavera hafa selt meira en fimm hundruð plötur...
Hátíðarsvæðið reyndist vera einn stór steypuklumpur, en reynslan af Austurvelli reyndist vel og Harpa var fljót að finna nokkurra fermetra gervigrasspilldu þar sem hún gerði sig umsvifalaust heimakæra.
Við byrjuðum á Mt. Eerie, hann var ágætur.
Svo fórum við á þýsku mennina í Notwist, sem voru mjög góðir.


Þarna hittum við Böðvar og Skúla.

Eftir Notwist kíktum við á British Sea Power, sem voru ekkert spes, Public Enemy, sem voru stórskemmtilegir, þó Flava Flav sé ljóslega stórskemmdur.
Þetta band kannast kannski flestir við, en Portishead stóðu sig vel.
Eftir það kíktum við á nokkur lög með Caribou og héldum heim á leið.