Wednesday, June 25, 2008

la vie à Bruxelles

Hér fylgja nokkrar myndir. Ljósmyndaáhugamenn og atvinnumenn varist! Þessi myndavél er ekki með flassi, né nokkrum öðrum eiginleikum sem gera myndir fallegar...
Kauphöllin hér í Brussel er býsna forn, en hún var stofnuð á Napóleons tímum árið 1801.
Þarna erum við komin á Botanique, sem er tónleikastaður... Þarna fengum við okkur bjór í góðu yfirlæti.
Þegar við snérum aftur eftir tvo drykki voru þessir fýlupokar stignir á svið... Þeir tóku einhver tvö lög í viðbót eftir að við komum og svo "thank you goodnight"... Sé mjög svo eftir þessum 12 evrum, Svenn, sá sem dró okkur á tónleikana, var niðurbrotinn yfir þessu...

já, btw. varist hljómsveitina White Williams.

Þarna fórum við á verslunargötu við lestarstöðina sem kennd er við norður. Þessi gata er frábrugðin fjölfarnari verslunargötum, en þessari væri best lýst sem "ethnic" skransölugata.

Þarna voru allskyns vörur, múslímsk klæði, útsöluskór, arabísk tónlist, erótískur varningur, kebab og...
...vöfflur að sjálfssögðu.

Þeirra mun ég sakna hvað mest þegar ég fer héðan, og mér sýnist Harpa vera á sama máli af myndinn að dæma.
Hún bara sleppir henni ekki!
Yfirvaraskeggstímabilið mitt entist í um 30 sekúndur.
Þessi garður er skammt frá Schuman torginu í Brussel og er býsna stór og mikill.
Jubilee park heitir hann. Þessi bogi var reistur þar til að fagna 50 ára afmæli sjálfstæðis Belgíu, en það var árið 1880.

Til Brussel koma gjarnar reiðir vöruflutningamenn, bændur og sjómenn og mótmæla háu eldsneytisverði. Þá eru gjarnar sett upp gaddavírs grindur einhverskonar og mikil læti skapast hér... Ekki veit ég þó hvað Evrópusambandið getur beinlínis gert fyrir þetta örugglega ágæta fólk.
Við fórum í pool um daginn. Staðan er enn 1-1 hjá mér og Skopps... Úrslitin urðu að bíða betri tíma. Fljótlega fór vinafólk okkar að tínast inn og innbyrgðum bjórum að fjölga...
Þarna sitjum við úti á götu fyrir framan Kebab stað að horfa á Rússland - Holland. Kærasta Daníels, Gabriela, á rætur að rekja til Rússlands, en við hin höfðum notið góðrar spilamennsku nágranna okkar... andrúmsloftið var því skiljanlega tilfinningaþrungið.
Vertinn á kebabstaðnum var mikill vinur okkar og stígur hér Daniel dans við hann. Vertinn var svo ánægður að fá okkur að hann gaf okkur franskar, rak fólk frá sjónvarpinu, kveikti og slökkti ljósin til að fá fyrir okkur bestu lýsinguna og bauð okkur meira að segja að taka frá fyrir okkur borð fyrir næstu leiki...
Um helgina fórum við svo í einhvern risastóran "garð" í Brussel, sem líkist reyndar meira skógi.


Þar gerðum við okkur heimakær með heimagert túnfisksalat og...
...frönskubækur. Tekið skal fram að námið sækist hægt.
Við Skopps tókum upp á því að baka um daginn og buðum nágrönnum okkar að bragða á afrakstrinum. Einróma álit gesta var að vel hefði tekist til.
Svo skruppum við til Leuven um daginn og þar má sjá býsna fallegar og tilkomumiklar byggingar.
Vinafólk foreldra minna bauð okkur þangað og fóru með okkur á dýrindis steikhús.
Við erum svo búin að bóka miða til Azerbaijan þegar við ljúkum okkar starfi hér. Svo einnig erum við búin að kaupa okkur lestarmiða til Parísar í dagsferð.
Svo vil ég af gefnu tilefni minna á kommentaskyldu sem á þessari síðu er!



Tuesday, June 10, 2008

Í sól og sumaryl... lælælælælæ

Aldrei þessu vant var ekkert ferðalag á okkur um helgina. Við ákváðum frekar að njóta rigningarinnar í Brussel, enda ekki svo oft sem rignir hérna... ó nei.

Við skelltum okkur á tónleika síðustu helgi, enda mikill metnaður að finna slökustu tónleikana. Þarsíðustu helgi 'uppgötvuðum' við kappann Bobby Sandal, síðustu helgi á Primavera voru nokkur atriði sem stóðu sannarlega upp úr hvað lélegheit varðar og þessa helgi urðum við sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum! Hljómsveitin White Williams stóð sannarlega fyrir sínu... þeir spiluðu 5 lög og litu út eins og dauðyfli á sviðinu. Markmiði er svo að toppa þetta næstu helgi.

EN fótbolti, vei! Nú er stefnan tekin á pöbbinn alla daga eftir vinnu til að fá sér öl. Yesyes, nú er sko komin góð afsökun til að drekka bjór alla daga, enda sól og blíða varla gild afsökun lengur.

Fleira að frétta:
- vasaþjófur komst í veskið mitt á sunnudaginn. Ég varð alveg brjáluð og tjáði öllum á markaðinum að ég héti sko Harpa og væri lögfræðingur og hann ætti bara að vara sig!
- Erum bæði orðin geðveikt góð í frönsku eftir alla frönskutímana (not)
- MIKIÐ að gera í vinnunni
- Ferð til parísar í mánuðinum
- Ferð til Aserbaijan í ágúst, að heimsækja Benna bro
- Eftir það verður farið á klakann aftur, eða um miðjan ágúst

Au revoir!
Harps

Tuesday, June 3, 2008

Primavera Pt. I

Við brugðum okkur af bæ um helgina, tókum frí á fimmtudag og skelltum okkur til Barcelona!!!


Markaðurinn á Rambla var ákaflega heillandi og fengum við okkur sjávarrétti á hálfgerðum veitingastað á miðjum markaðnum, ákaflega skemmtilegt.


Við röltum meðal annars um gotneska hverfið þar í bæ, virkilega skemmtilegt að ráfa um þröngar göturnar.


En við höfðum ekki mikinn tíma til stefnu. Því aðalmarkmiðið var að fara á músíkfestival!!!
Harpa komin með prógram í hönd og yfirstrikunarpenna til að merkja við hvað við ætluðum að sjá! Tekið skal fram að fæstir þeirra sem komu fram á Primavera hafa selt meira en fimm hundruð plötur...
Hátíðarsvæðið reyndist vera einn stór steypuklumpur, en reynslan af Austurvelli reyndist vel og Harpa var fljót að finna nokkurra fermetra gervigrasspilldu þar sem hún gerði sig umsvifalaust heimakæra.
Við byrjuðum á Mt. Eerie, hann var ágætur.
Svo fórum við á þýsku mennina í Notwist, sem voru mjög góðir.


Þarna hittum við Böðvar og Skúla.

Eftir Notwist kíktum við á British Sea Power, sem voru ekkert spes, Public Enemy, sem voru stórskemmtilegir, þó Flava Flav sé ljóslega stórskemmdur.
Þetta band kannast kannski flestir við, en Portishead stóðu sig vel.
Eftir það kíktum við á nokkur lög með Caribou og héldum heim á leið.


Monday, June 2, 2008

Primavera Pt. II

Á föstudeginum vöknuðum við snemma og fórum á markaðinn og keyptum okkur gríðarlega fjölbreytt úrval matar. Skinkur, kryddpylsur, osta, ferska ávexti, rauðvín...
Lókallinn var ferlega busy í að brytja niður matinn.

Þarna var nóg af fiski, mér þótti nú hinsvegar ekkert sérstaklega gleðilegt að sjá að krabbinn og humarinn var sprelllifandi á ísnum, bíðandi eftir hinu óhjákvæmilega...
Harpa var hinsvegar að deyja úr spenningi og langaði að kaupa allan markaðinn.
Þessi elska vildi bara helst ekkert fara...
Því næst fórum við í hinn víðfræga Güel garð sem mun vera á UNESCO listanum góða...
Hörpu þótti merkilegt hversu mikill halli var í "bílastæðum" á leiðinni upp...



Þar eru margir rúllustigar á leiðinni upp...
Útsýnið glæsilegt.

Þar fékk móderníski arkitektinn Antoni Gaudí að leika lausum hala á sínum tíma og bjó til ægilega fín mannvirki. Súlurnar þarna voru ekkert sérlega traustvekjandi. Kom svo á daginn að ekki einn einasta grasflöt var að finna í þessum afar víðfema garði...

Ævintýralegur stíll hjá þessum ágæta Gaudí.
Við leituðum hátt og lágt að grasfleti í þessum hluta Barca, en fundum ekki og héldum því picknickið okkar á bekki í öðrum nærliggjandi garði. Það var samt mjög kósí.
Það var svo ekki fyrr en nokkru síðar að við fundum loksins grasflöt.
Þar gerðum við okkur heimakær í nokkra klukkutíma áður en við fórum á tónleika.
Hér byrjar svo fjörið. Þetta band kallast MV & EE og eiga að spila folk tónlist að öllu jöfnu, en þetta skiptið spiluðu þau bara óinnblásið hipparokk. Gaman að sjá samt að J. Mascis úr Dinosaur Jr. barði húðir hjá þeim.


Þarna má sjá afar skemmtilega staðsetninguna á "Jagermeister" sviðinu.
Útsýnið yfir höfnina.
Þarna er ágætis band að spila sem kallast The Felice Brothers.
Þetta eru hinsvegar meistararnir í Man Man að spila "acoustic" set í pínulitlu tjaldi.
Six Organs of Admittance voru ein af aðalástæðum fyrir áhuga mínum á þessu festivali og stóðu þau vel fyrir sínu. Ben Chasny er ótvíræður snillingur.

Þarna eru Man Man svo komnir á stærra svið. Þvílíkir performerar, einn á hápunktum hátíðarinnar. Þetta kvöld sáum við líka Devo, Sebadoh, Cat Power og eitt lag með Why? Daginn eftir fórum við svo í Barceloneta, sem er niðri við höfnina. Þar fengum við okkur sjávarrétti með lókalnum. Mjög gott.
Þetta er Bon Iver sem átti eina af bestu tónleikum hátíðarinnar. Gæsahúð stóran hluta tímans.
Þetta er hin stórfína Port O'Brien.
Óðinn, Böðvar og Skúli stúdera prógrammið.

Okkervil River voru fínir þrátt fyrir tæknivandamál.
Eftir það var strollað upp á "útsýnispallinn."
Festival staðsetningin var alveg einstök.
Þetta eru Dirty Projectors, alveg stórgóð á sviði. Maðurinn kann sannarlega á gítar.
Harpa sæta.


Menomena voru góðir, en á lélegu sviði hvað hljóðgæði varðar. Við kíktum líka á Rufus Wainwright, Dinosaur Jr. (óviðjafnanlegt á sjá J. standa fyrir framan fjórar Marshall stæður að taka gítarsóló klukkutíma), Tindersticks, Scout Niblett og meistarana í Mission of Burma.
Animal Collective voru ákveðin vonbrigði.
Þeir voru frekar lítið live, mikið samplað og ekki þessi frumstæði kraftur sem maður þekkir þá af fyrri tíð.

Hátíðin búin og við að hugleiða næsta skref. Við Harpa ákváðum að fara á Hostelið okkar, gá hvenær flugið okkar færi og ná nokkra tíma svefni. Kom þá á daginn að flugið fór eftir tvo klukkutíma og fór því blundurinn fyrir lítið... en það hafðist allt saman, þökk sé því að Harpa henti sér fyrir leigubíl úti á götu...