Tuesday, June 10, 2008

Í sól og sumaryl... lælælælælæ

Aldrei þessu vant var ekkert ferðalag á okkur um helgina. Við ákváðum frekar að njóta rigningarinnar í Brussel, enda ekki svo oft sem rignir hérna... ó nei.

Við skelltum okkur á tónleika síðustu helgi, enda mikill metnaður að finna slökustu tónleikana. Þarsíðustu helgi 'uppgötvuðum' við kappann Bobby Sandal, síðustu helgi á Primavera voru nokkur atriði sem stóðu sannarlega upp úr hvað lélegheit varðar og þessa helgi urðum við sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum! Hljómsveitin White Williams stóð sannarlega fyrir sínu... þeir spiluðu 5 lög og litu út eins og dauðyfli á sviðinu. Markmiði er svo að toppa þetta næstu helgi.

EN fótbolti, vei! Nú er stefnan tekin á pöbbinn alla daga eftir vinnu til að fá sér öl. Yesyes, nú er sko komin góð afsökun til að drekka bjór alla daga, enda sól og blíða varla gild afsökun lengur.

Fleira að frétta:
- vasaþjófur komst í veskið mitt á sunnudaginn. Ég varð alveg brjáluð og tjáði öllum á markaðinum að ég héti sko Harpa og væri lögfræðingur og hann ætti bara að vara sig!
- Erum bæði orðin geðveikt góð í frönsku eftir alla frönskutímana (not)
- MIKIÐ að gera í vinnunni
- Ferð til parísar í mánuðinum
- Ferð til Aserbaijan í ágúst, að heimsækja Benna bro
- Eftir það verður farið á klakann aftur, eða um miðjan ágúst

Au revoir!
Harps

5 comments:

Anonymous said...

Hahaha, White Williams á heiður skilið fyrir mikil "vörusvik": 13 evrur fyrir korter af óinnblásnu elekrórokki. En Bobby Sandal verður aldrei toppaður, hann er það versta sem hefur komið fyrir tónlist í þónokkurn tíma...

Varðandi fótboltann, þá fannst mér sól og blíða alveg nógu góð afsökun...

Anonymous said...

Jeij :)
Og HEY! Ég sé miklar framfarir í frönskunni!! "Aur" hefur breyst í "Au" sem verður nú að teljast mjög góður árangur =)
Knús til ykkar!

Anonymous said...

Af hverju kommentar enginn nema ég?

Mér finnst þetta móðgun við fulltrúa íslands í brussels!!

Anonymous said...

piff! eg segi thad nu!!??? Du ert sko klarlega besta (og eina) vinkona okkar!

Anonymous said...

Sem fyrrverandi Hans Petersen starfsmaður fæ ég ekki orða bundist.... NOTA FLASS!
Þetta eru allt skuggamyndir.
Þumalputtaregla: Ef sól skín í bakið, nota FLASS!
...en annars bara gaman að kíkja á ykkur og hugsa til ykkar 28. í GRASAgarðinum!
MBK
INgvar