Monday, June 2, 2008

Primavera Pt. II

Á föstudeginum vöknuðum við snemma og fórum á markaðinn og keyptum okkur gríðarlega fjölbreytt úrval matar. Skinkur, kryddpylsur, osta, ferska ávexti, rauðvín...
Lókallinn var ferlega busy í að brytja niður matinn.

Þarna var nóg af fiski, mér þótti nú hinsvegar ekkert sérstaklega gleðilegt að sjá að krabbinn og humarinn var sprelllifandi á ísnum, bíðandi eftir hinu óhjákvæmilega...
Harpa var hinsvegar að deyja úr spenningi og langaði að kaupa allan markaðinn.
Þessi elska vildi bara helst ekkert fara...
Því næst fórum við í hinn víðfræga Güel garð sem mun vera á UNESCO listanum góða...
Hörpu þótti merkilegt hversu mikill halli var í "bílastæðum" á leiðinni upp...



Þar eru margir rúllustigar á leiðinni upp...
Útsýnið glæsilegt.

Þar fékk móderníski arkitektinn Antoni Gaudí að leika lausum hala á sínum tíma og bjó til ægilega fín mannvirki. Súlurnar þarna voru ekkert sérlega traustvekjandi. Kom svo á daginn að ekki einn einasta grasflöt var að finna í þessum afar víðfema garði...

Ævintýralegur stíll hjá þessum ágæta Gaudí.
Við leituðum hátt og lágt að grasfleti í þessum hluta Barca, en fundum ekki og héldum því picknickið okkar á bekki í öðrum nærliggjandi garði. Það var samt mjög kósí.
Það var svo ekki fyrr en nokkru síðar að við fundum loksins grasflöt.
Þar gerðum við okkur heimakær í nokkra klukkutíma áður en við fórum á tónleika.
Hér byrjar svo fjörið. Þetta band kallast MV & EE og eiga að spila folk tónlist að öllu jöfnu, en þetta skiptið spiluðu þau bara óinnblásið hipparokk. Gaman að sjá samt að J. Mascis úr Dinosaur Jr. barði húðir hjá þeim.


Þarna má sjá afar skemmtilega staðsetninguna á "Jagermeister" sviðinu.
Útsýnið yfir höfnina.
Þarna er ágætis band að spila sem kallast The Felice Brothers.
Þetta eru hinsvegar meistararnir í Man Man að spila "acoustic" set í pínulitlu tjaldi.
Six Organs of Admittance voru ein af aðalástæðum fyrir áhuga mínum á þessu festivali og stóðu þau vel fyrir sínu. Ben Chasny er ótvíræður snillingur.

Þarna eru Man Man svo komnir á stærra svið. Þvílíkir performerar, einn á hápunktum hátíðarinnar. Þetta kvöld sáum við líka Devo, Sebadoh, Cat Power og eitt lag með Why? Daginn eftir fórum við svo í Barceloneta, sem er niðri við höfnina. Þar fengum við okkur sjávarrétti með lókalnum. Mjög gott.
Þetta er Bon Iver sem átti eina af bestu tónleikum hátíðarinnar. Gæsahúð stóran hluta tímans.
Þetta er hin stórfína Port O'Brien.
Óðinn, Böðvar og Skúli stúdera prógrammið.

Okkervil River voru fínir þrátt fyrir tæknivandamál.
Eftir það var strollað upp á "útsýnispallinn."
Festival staðsetningin var alveg einstök.
Þetta eru Dirty Projectors, alveg stórgóð á sviði. Maðurinn kann sannarlega á gítar.
Harpa sæta.


Menomena voru góðir, en á lélegu sviði hvað hljóðgæði varðar. Við kíktum líka á Rufus Wainwright, Dinosaur Jr. (óviðjafnanlegt á sjá J. standa fyrir framan fjórar Marshall stæður að taka gítarsóló klukkutíma), Tindersticks, Scout Niblett og meistarana í Mission of Burma.
Animal Collective voru ákveðin vonbrigði.
Þeir voru frekar lítið live, mikið samplað og ekki þessi frumstæði kraftur sem maður þekkir þá af fyrri tíð.

Hátíðin búin og við að hugleiða næsta skref. Við Harpa ákváðum að fara á Hostelið okkar, gá hvenær flugið okkar færi og ná nokkra tíma svefni. Kom þá á daginn að flugið fór eftir tvo klukkutíma og fór því blundurinn fyrir lítið... en það hafðist allt saman, þökk sé því að Harpa henti sér fyrir leigubíl úti á götu...









2 comments:

Anonymous said...

VÁ!! Fallega útsýnið og BRATTA brekkan :) Æðislegt að sjá hvað er gaman hjá ykkur, ekki hætta að hafa gaman.. það er svo leiðinlegt ;) tíhí!

Knús og koss til ykkar!

Anonymous said...

Takk fyrir þetta, takk fyrir samveruna í fríinu og takk fyrir að tagga myndir fyrir mig, man o man.

Skúli