En við höfðum ekki mikinn tíma til stefnu. Því aðalmarkmiðið var að fara á músíkfestival!!!
Harpa komin með prógram í hönd og yfirstrikunarpenna til að merkja við hvað við ætluðum að sjá! Tekið skal fram að fæstir þeirra sem komu fram á Primavera hafa selt meira en fimm hundruð plötur...
Hátíðarsvæðið reyndist vera einn stór steypuklumpur, en reynslan af Austurvelli reyndist vel og Harpa var fljót að finna nokkurra fermetra gervigrasspilldu þar sem hún gerði sig umsvifalaust heimakæra.
Við byrjuðum á Mt. Eerie, hann var ágætur.
Svo fórum við á þýsku mennina í Notwist, sem voru mjög góðir.
Þarna hittum við Böðvar og Skúla.

Eftir Notwist kíktum við á British Sea Power, sem voru ekkert spes, Public Enemy, sem voru stórskemmtilegir, þó Flava Flav sé ljóslega stórskemmdur.
Þetta band kannast kannski flestir við, en Portishead stóðu sig vel.
Eftir það kíktum við á nokkur lög með Caribou og héldum heim á leið.
Eftir Notwist kíktum við á British Sea Power, sem voru ekkert spes, Public Enemy, sem voru stórskemmtilegir, þó Flava Flav sé ljóslega stórskemmdur.
2 comments:
vívívívíví... Ég er enn með bragðið af sjávarréttunum í munninum mínum... mmmmm... Ég er klárlega flutt til Spánar
Þú ert svo brún og sælleg Harpa :) Og æðislegur kjóllinn þinn :)
Gaman að skoða, fæ fiðring í magann og langar bara til að stinga af ;) tíhí..
Takk fyrir ferðablogg! Veij veij =)
Post a Comment