Wednesday, June 25, 2008

la vie à Bruxelles

Hér fylgja nokkrar myndir. Ljósmyndaáhugamenn og atvinnumenn varist! Þessi myndavél er ekki með flassi, né nokkrum öðrum eiginleikum sem gera myndir fallegar...
Kauphöllin hér í Brussel er býsna forn, en hún var stofnuð á Napóleons tímum árið 1801.
Þarna erum við komin á Botanique, sem er tónleikastaður... Þarna fengum við okkur bjór í góðu yfirlæti.
Þegar við snérum aftur eftir tvo drykki voru þessir fýlupokar stignir á svið... Þeir tóku einhver tvö lög í viðbót eftir að við komum og svo "thank you goodnight"... Sé mjög svo eftir þessum 12 evrum, Svenn, sá sem dró okkur á tónleikana, var niðurbrotinn yfir þessu...

já, btw. varist hljómsveitina White Williams.

Þarna fórum við á verslunargötu við lestarstöðina sem kennd er við norður. Þessi gata er frábrugðin fjölfarnari verslunargötum, en þessari væri best lýst sem "ethnic" skransölugata.

Þarna voru allskyns vörur, múslímsk klæði, útsöluskór, arabísk tónlist, erótískur varningur, kebab og...
...vöfflur að sjálfssögðu.

Þeirra mun ég sakna hvað mest þegar ég fer héðan, og mér sýnist Harpa vera á sama máli af myndinn að dæma.
Hún bara sleppir henni ekki!
Yfirvaraskeggstímabilið mitt entist í um 30 sekúndur.
Þessi garður er skammt frá Schuman torginu í Brussel og er býsna stór og mikill.
Jubilee park heitir hann. Þessi bogi var reistur þar til að fagna 50 ára afmæli sjálfstæðis Belgíu, en það var árið 1880.

Til Brussel koma gjarnar reiðir vöruflutningamenn, bændur og sjómenn og mótmæla háu eldsneytisverði. Þá eru gjarnar sett upp gaddavírs grindur einhverskonar og mikil læti skapast hér... Ekki veit ég þó hvað Evrópusambandið getur beinlínis gert fyrir þetta örugglega ágæta fólk.
Við fórum í pool um daginn. Staðan er enn 1-1 hjá mér og Skopps... Úrslitin urðu að bíða betri tíma. Fljótlega fór vinafólk okkar að tínast inn og innbyrgðum bjórum að fjölga...
Þarna sitjum við úti á götu fyrir framan Kebab stað að horfa á Rússland - Holland. Kærasta Daníels, Gabriela, á rætur að rekja til Rússlands, en við hin höfðum notið góðrar spilamennsku nágranna okkar... andrúmsloftið var því skiljanlega tilfinningaþrungið.
Vertinn á kebabstaðnum var mikill vinur okkar og stígur hér Daniel dans við hann. Vertinn var svo ánægður að fá okkur að hann gaf okkur franskar, rak fólk frá sjónvarpinu, kveikti og slökkti ljósin til að fá fyrir okkur bestu lýsinguna og bauð okkur meira að segja að taka frá fyrir okkur borð fyrir næstu leiki...
Um helgina fórum við svo í einhvern risastóran "garð" í Brussel, sem líkist reyndar meira skógi.


Þar gerðum við okkur heimakær með heimagert túnfisksalat og...
...frönskubækur. Tekið skal fram að námið sækist hægt.
Við Skopps tókum upp á því að baka um daginn og buðum nágrönnum okkar að bragða á afrakstrinum. Einróma álit gesta var að vel hefði tekist til.
Svo skruppum við til Leuven um daginn og þar má sjá býsna fallegar og tilkomumiklar byggingar.
Vinafólk foreldra minna bauð okkur þangað og fóru með okkur á dýrindis steikhús.
Við erum svo búin að bóka miða til Azerbaijan þegar við ljúkum okkar starfi hér. Svo einnig erum við búin að kaupa okkur lestarmiða til Parísar í dagsferð.
Svo vil ég af gefnu tilefni minna á kommentaskyldu sem á þessari síðu er!



12 comments:

Anonymous said...

Æji hvað ég sakna myndavélarinnar minnar þegar ég sé þessar myndir! snökt snökt (p.s. þið, ég á sko afmæli bráðum;))

Harps

Anonymous said...

saknkomment

kv. Agnes + co

Anonymous said...

Spurning 1. Hvar er myndavélin þín?
Spurning 2. Hvað bökuðuð þið? (sést ekki á myndinni) sem leiðir reyndar aftur að spurningu 1.

Ó hvað ég væri til í arabíska tónlist og kebab núna!
Já eða allavega kebab.. viljiði borða einn fyrir mig!
og btw. hvar eru myndirnar úr konfektbúðunum sem mér var lofað hér í upphafi?

jæja, knús og hlakka til að sjá ykkur á fróni.

ps. flottur jakki harps =)

Anonymous said...

Hæ hæ langt síðan síðasta blogg. sé að það varð úr ferðinni með Guðmundi og Herborgu og nú fer að styttast dvölin í Brussel getiði ekki nappað uppskrift af vöfflunum?
kveðja mamma Vignis

Anonymous said...

hæ, gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að bralla.. skoða síðuna ykkar oft en er ekki eins dugleg að kommenta:) kv. Anna frænka í stekkum

Anonymous said...

hihi... vid skulum sko sananrlega borda marga fyrir this snullan min!!! En myndavelin min er bilud
:( Hun var buin ad endast i 4 ar!!! otrulega sorglegt. Og vid bokudum skinkusnuda og pepperonitigla! dugleg dugleg vid:)

Anonymous said...

*kvitt kvitt*

ha? afmæli BRÁÐUM? Veit ekki betur en að það séu tæpir 2 mánuðir í herlegheitin!

Tíhí bara smá stríðn ;Þ

ps. held ég fari að kíkja á flug til ykkar. Er ekki annars svalt og gott þarna? Hér er hægt að spæla egg á svölunum (sést vel á blómunum mínum, kaupi kaktusa næst).

Anonymous said...

Vei snull! thad er akkurat matulegt vedur herna... 25 stiga hiti og sol. Eina helgin sem vid erum bissy er 19. juli, tha forum vid til Parisar, svo forum vid til Azerbaijan 30 july. Allt hitt hentar vel!!!

Anonymous said...

Hæhæ fallegu skötuhjú:D Ég skrifaði niður hjá mér, þessa vel földu vísbendingu hérna fyrir ofan, þann 15. ágúst í dagbókina mína "Mæta með myndavélina mína og taka myndir fyrir Hörpu í afmælinu hennar tíhí;)

Hvenar komið þið heim?

Mig langar svooooo að koma til ykkar...er að reyna að fá Ásgeir minn til að sleppa hamrinum og fara með mér í eina helgarferð til ykkar turtildúfanna;) Við erum loksins búin að reisa húsið..jeijj!!!:D En hann heldur áfram að munda hamarinn af krafti :/

hei...var að fá sms frá þér Harpslan mín:) Hlakka til að heyra í þér á morgun!

Knús
Halldóra

Anonymous said...

Það þykir mér verst að ofurmottumaðurinn skuli hafa verið tekinn af lífi á svo kaldlyndann og snöggann hátt.

Skúli

Anonymous said...

Vignir þú ert Belgísk viðurstyggð með þessa Marc Detroux mottu og vegna þessa verð ég að kvarta verulega yfir 30 sekúndna líftíma hennar. Ef þú vilt að einhver trúi því að þú hafir ekki verið að mjólka beljur á Stekkum síðustu mánuði skaltu gjöra svo vel að safna aftur í mottukvikindi áður en þú kemur í ágúst!!! og hana nú!!


Daði

Anonymous said...

Ég má til að leggja orð í belg Daði minn góður hér í Stekkum hafa ekki verið til beljur síðan 1.sept2007 svo það er ekki fræðilegur möguleiki né landfræðilegur möguleiki á að Vignir hafi stundað mjaltir hér en mottan tja mátti fara Kveðja frá Stekkum