Wednesday, July 23, 2008

Paris

Við ákváðum að bregða okkur í dagsferð til Parísar um daginn, Harpa hafði aldrei komið áður og mín síðasta ferð reyndist vera æfing í að þola ókurteisi og ömurlega þjónustu í heilan dag. Sem betur fer er Skopps ekki mikið fyrir "túrista" viðkomustaði og gátum við því sleppt öllu því veseni sem fylgir turninum góða, boganum góða og þessu blessaða safni... Þarna erum við mætt á nord station, ekki tilkomumikil lestarstöð verð ég að segja...
Við fórum í smá markaðstúr í 18, mikil stemming og lifandi hverfi, Skopps til mikillar ánægju...
Þar eftir gengum við upp á Montmartre hæðina. Harpa kvartaði mikið yfir rúllustigaleysi, að mig minnir daginn eftir að hún stakk upp á (í fullri alvöru) að klífa Kilimanjaro. Veit ekki alveg hvort Tanzaníubúar séu búnir að koma rúllustiga inn í fjárlögin ennþá, enn hver veit...
Þarna í bakgrunni má sjá Basilique du Sacré-Cœur er vel í myndina má sjá að ég er að safna í ægilega morðingjamottu... svo menn haldi nú ekki í að ég hafi verið að mjólka kýr í fimm mánuði (hvernig svo sem þau rök virka), þó allir ættu nú reyndar að vita að kýr hafa ekki sést á Stekkum í háa herrans tíð...
Harpa fékk sinn skerf af turninum, glæsileg símamyndavélin nær kannski ekki alveg að fanga þetta undur verkfræðinnar... en Harpa fékk þó að sjá hann!



Við fengum okkur að sjálfssögðu Crépes á Montmartre, þó að gæðin hafi reyndar fölnað í samanburði við nætursölumanninn í Nice, sem Daði, Eyvi og Árni þekkja af góðu.
Þar fundum við Antíkmarkað líka, Harpa hélt varla viti af spenningi og bjóst til að kaupa alla búðina, ég keypti svo handa henni hárspennur frá 70's og 80's, hárskraut frá 20's og 30's reyndist of dýrt.
Við náðum svo ýmsum þekktum viðkomustöðum út um strætógluggann, þar á meðal bakhliðina á Louvre safninu, sem er ofmetið fyrirbæri.
Við fórum frekar í Jardin du Luxemburg.

Og fengum okkur Sushi og smá blund.Við gengum svo um allt þarna í 5, 6, 4 meðal St. Germain. Ég var greinilega ekki nógu duglegur að taka myndir!
Þessa kirkju þekkja flestir, en þar sagði Hugo frá manni nokkrum er lagði iðn á að klingja bjöllum, verandi með gríðarstóran herðakistil...
Kvöldinu lukum við svo í Marais, þar sem við fengum okkur rómantískan kvöldverð við kertaljós á frábærum veitingastað sem heitir Hotel du Nord.

4 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá að fólk getur í raun og veru haft það gott í París. Ég hafði enga trú á því eftir viðskipti okkar við heimamenn á sínum tíma.

Sjáumst í ágúst...

Daði

Anonymous said...

Þið eruð svo sæt!

Anonymous said...

já, þetta er greinilega falleg borg. En hvernig væri það elsku besta Harpa mín...að svara mér???? Ég trúi því nefnilega ekki að þú ætlir að yfirgefa mig AFTUR....

Saknaðarkveðjur

Agnes

Harps said...

Hverjum finnst við sæt? Identify yourself!