Tuesday, July 8, 2008

Sko á Íslandi, þá gerum við svona....

Við Vix njótum lífsins eins og fyrri daginn. Vinnan er algert tjill, á meðan svokallaður "summer time" gengur yfir, sem gerir það að verkum að við komumst út í rigninguna kl. 4! Höfum aldrei verið jafn sátt við að geta buslað í pollunum og farið í ókeypis sturtu á meðan enn er bjart...

Annars hlökkum við mikið til Aser ferðar, og lifum á vatni og brauði þessa dagana í þeim tilgangi að spara hverja krónu, þar sem flugmiðar okkar voru keyptir með þeim mjög svo hagstæða gjaldmiðli "íslensku krónunni". Fjármálin munu þó líta betur út þegar við komum heim á klakann eftir Aser ferðina, því þá þurfum við ekki lengur að eyða peningum í drykkjarvatn.

Um sidustu helgi var glaumur og gaman og var okkur boðið í mat af Tore yfirmanni mínum á föstudagskvöldið og í partý hjá Agli nokkrum á laugardagskvöldið. Þar gerðust þau undur og stórmerki að við vorum fleiri íslendingar en Norðmenn!!! Enda nýttum við tækifærið óspart og töluðum aðeins saman á íslensku, í samræmi við íslenska kurteisi. Auk þess urðu flest allir mjög ölvaðir, enda ekki við öðru að búast, þegar svo margir íslendingar voru saman komnir í hús.

Næstu helgar verður hlaupið um alla Brussel og reynt að skoða, smakka, sjá, hlusta og bera vera... um allt í Brussel. Við höfum nú þegar verið hérna í 4 mánuði en erum til dæmis EKKI búin að borða nóg af vöfflum (það er reyndar aldrei hægt að borða nóg af vöfflum...). Við ætlum svo sannarlega að bæta úr því (já og öðru ómerkilegu, eins og að skoða Waterloo....) á næstu vikum!!!!
Sjáumst svo í vöffluvagninum á Lækjartorginu (vona að hann sé ennþá þar!!!???)

Jæja, verð að drífa mig út í sturtu.

Þangað til seinna....
Harps

2 comments:

Vignir and Harpa said...

Ég styð öll vöfflukaup, sama hvað er á seyði, má alltaf plata mig í eina vöfflu.

Vekja má athygli á því að við erum heldur ekki búin að sjá hið stórfenglega Atomium, sem er einskonar tákn "Brussels," líkt og Eiffel turn þeirra Parísarbúa.

Ég mun svo einnig hlaupa í allar búðir og kaupa sem flestar Gaston bækur í safnið, en hann kallast Viggó Viðutan á íslensku...

Anonymous said...

ekki vera bera um alla brussuborg næstu helgar..plii´íis...en bera hvað eða vera ber..eta ber gaman hjá ykkur flott...bless pápi