Wednesday, July 2, 2008

la vie à Bruxelles Pt. II

Já, lífið í Brussel heldur áfram sinn vanagang, við buðum fólki í "pylsu með öllu," en Norðmaður nokkur að nafni Svenn hafði eitt sinn bragðað þær lystisemdir á Airwaves hátíð á Íslandi. Við vildum því að sjálfssögðu sýna honum og fleirum íslenska gestrisni og keyptum hráefni sem líktust hvað mest innihaldslista sem er í þessum stórbrotna þjóðarrétti og buðum í partý. Við lentum í rokna vandræðum með að finna remolaði, og jafnvel enn meiri vandræðum í að biðja um það í búðum... Hvernig útlegst það á ensku, veit það einhver? Og það sem verra var þá vorum við búin að drekka Opal flöskuna sem mamma og pabbi komu með yfir fótboltanum. En það kom ekki að sök, við keyptum bara Jagermeister og buðum upp á restina af harðfisknum! Hér má sjá að það er ekki að leggjast allt of vel í Magnus og Martine.
Fleirum þótti nóg um.
Þarna má sjá að norðmennirnir komust í playlistann og skiptu vel völdum indídansbræðingi út fyrir A-ha, þjóðarstoltið má sjá springa þarna út í fullum skrúða með þessu kvæði: "Take on me"
Fljótlega fór að verða fátt um borðbúnað, en Svenn fann ráð við því.
Hann læsti sig þó fljótlega út á svölum eftir þetta.
Þarna hef ég svo ekki hugmynd um hvað hann er að gera.
Dansinn var stiginn.
Þó svo að nágranninn okkar og húseigandinn hafi komið og kvartað, þá höfðum við ekki miklar áhyggjur af hávaða úr nefinu á mér. (takið eftir "loud nose") Ég held að Harpa hafi alveg náð að yfirgnæfa öll möguleg nefhljóð með því að keyra hljómtækin svo gott sem í botni.
Það er svo farið að viðra býsna vel á okkur hér í Brussel og er nú kominn svokallaður sumartími í vinnunni, sem þýðir að við erum farin heim upp úr fjögur. Af hverju er þetta ekki svona alls staðar???
Einhverra hluta vegna var ég aldrei búinn að fara áður inn í Royal Galleries of Saint-Hubert. Kannski vegna þess að verslunargötur eru ekkert endilega það sem ég sækist helst eftir, jafnvel þó að þær séu yfirbyggðar og ævafornar.

Eitthvað rámar mig í að einhver hafi pantað mynd af súkkulaði og hér er hún. Súkkulaðið bókstaflega rennur í ám og fossum hérna.
Við fórum svo á hippatónleika í gærkvöldi. Þar mátti sjá börnin drulluskítug að grenja og príla upp á svið á meðan mamma, alveg jafn skítug, fékk sér bjór. Persónuleg skilaboð til móðurinnar: "The 60's are over!!!"
Heimilislegheitin voru slík að á miðjum tónleikum mátti sjá kött læða sér á milli lappana á fólki. Þessir tónleikar voru haldnir í hverfi sem kallast gjarnan "Don't go there at night."
Aðalatriði kvöldsins var Diane Cluck, þjólagatónlistarkona sem við höfum hlustað nokkuð á og notið vel. Framkoma hennar á sviði sveik ekki, góðir tónleikar.
Svo erum við að fara á Comets on Fire á fimmtudaginn!!! Hlakka til að fara heim með suð í eyrunum.



4 comments:

Anonymous said...

Hahahaha! myndin af Magnus og Svenn er alveg meirihattar!! Og myndin af Svenn haldandi á uppþvottalögurskrukkunni! (hmm..... ætli hann hafi vitað að þetta væri uppþvottalögur, eða ætli hann hafi bara haldið að þetta væri blár Opal... úpps)


p.s. nú sést enn betur hversu mikil þörf er á nýrri myndavél!

Anonymous said...

hæ gaman að þessu öllu eða ölu !
myndirar eru frábærar og ég vona að meira komi síðar

Anonymous said...

Frábært að lesa þessar skemmtilegu frásagnir ykkar og myndirnar eru fínar. Kveðja frá Pí, Sólu og Diffu.
Ástarkveðjur
Mamma

Anonymous said...

Ohhh maður verður alveg nostalgic að skoða myndirnar frá ykkur! Brussel er yndisleg, sérstaklega fyrir sælkera og bjórdrykkjufólk hahaha!

Leiðinlegt að komast ekki í heimsókn eins og planað var. En ég treysti bara á að geta skálað við ykkur í bjór á Austurvelli á ágúst.

PS; Loud nose, hrýtur Vignir?

*knús*
Helgan