Wednesday, April 30, 2008

Góðir gestir

Mamma og pabbi komu að heimsækja okkur í síðustu viku. Ég hafði setið þar áður sveittur við internetið að reyna að finna sómasamlega gistingu fyrir þau á sómasamlegu verði. Einu lausu hótelin sem ég fann voru á á bilinu 250-500 þúsund krónur. Síðar þegar ég fór að hringja í Guesthouse hér í Brussel að spyrja um gistingu frá 21. apríl var svarað: "Of course not!"

Kom þá á daginn að mamma og pabbi höfðu pantað miða til Brussel á sama tíma og stærsta sjávar-expo í heimi. Þá munu öll hótel vera pöntuð ár fram í tímann og varla laust rúm að finna í borginni... Ég sendi þau bara til Antwerpen í staðinn.
En það kom vonandi ekki að sök, enda indælisbær og fór vel um þau hjá mjög svo gestrisni konu sem vildi allt fyrir þau gera. Ég og Harpa fórum að heimsækja þau til Antwerpen á fimmtudaginn og fórum á Kóreskt BBQ, sem var ægilega gaman. Þau vildu svo að sjálfsögðu bara vera áfram í Antwerpen.
Þau færðu sig svo til Brussel um helgina, þarna römbuðum við inn á ítalskan veitingastað í Ixelles sem reyndist vera einn sá besti sem við höfum slysast inn á í langan tíma...
Við erum þarna býsna þreytuleg að sjá eftir langa vinnuviku...
En þarna er kominn laugardagur, við komin til Gent, bjórinn kominn í hönd og hitastigið langt upp fyrir 20°Við settumst þar á fyrsta torgið sem við fundum og drukkum öl.
Svo löbbuðum við svona tíu metra og settumst aftur niður og fengum okkur dýrustu vöfflur í heimi. Við móðguðum þjónustufólkið eins og við gátum, fyrst bað ég um reikninginn á frönsku sem er algert "no-no" í flæmskumælandi borg og þjónustustúlkunni var heldur ekki sjáanlega skemmt þegar mamma sagði "úff" þegar reikningurinn kom...
Okkur var nú samt nokk sama þótt þjónustuliðið í Gent væri eitthvað pirrað og nutum þess bara að vera í sólinni.
Við fórum í siglingu á Scheld og Lys ánnum og skoðuðum arkítektúrinn í borginni.
Gent er 233 þúsund manna borg.
Kirkjunar menn voru ekki fastheldnir á fé forðum daga og byggðu þrjár kirkjur í röð. Mjög gott fyrir ferðamenn seinni tíma að þurfa ekki að þvælast um alla borg að leita að þeim.
Siglingin var mjög skemmtileg, undir göng og allt.
Útsýnið gott.
Sum húsana voru komin á viðhald...
Hörpu fannst það bara þeim mun meira heillandi.
Og hér fann hún draumahúsið sitt, henni þótti þá heillandi tilhugsun að skreppa út í sjoppu á bátnum sínum. Ég ímynda mér hinsvegar að það geti orðið ansi þreytt eftir svona tuttugu skipti...

Gravenstein kastalinn var nokkuð glæsilegur.
Útsýnið úr bátnum var gott.
Eftir bátsferðina var baðað sig í sólinni.

Í bakgrunni má sjá alveg gersamlega vonlausa kajakræðara, á eftir kom 20 manna hópur sem virtust frekar vera í kajak-klessubíla sporti fremur en nokkru öðru.
Harpa fyrir framan kastalann.
Kominn tími á bjór og því stilltu mamma og Harpa sér upp við eitthvert höfuðvígi sósíalismans þarna í Gent.
Öngstrætin heilluðu Hörpu.
En ég skoða gömul hús.
Kirkjurnar þrjár í bakgrunni. Þarna erum við komin á Afríkusafnið á Sunnudeginum.
Safnhúsið er stórt og mikið, en þar gortuðu Belgar sig af nýlendugóssinu sínu forðum daga.
Garðurinn er einnig mjög stór.
Þarna mátti sjá allskyns minjar um nýlendutímann og Kongó.
Harpa ætlar að sauma á mig svona hatt.
Harpa og pabbi skoða minjar um ævintýri Stanley og Leopold II. Miklir ágætismenn þessir nýlenduherrar annars. Þeir þvinguðu "þegna" sína til að sækja gúmmi, sem var gert með að frumbyggjar létu það renna úr trjánnum yfir líkama sína og rifu það svo af á afar sársaukafullan hátt þegar heim var komið. Leopold var hinsvegar eitthvað óþreyjufullur eftir gúmmíinu og setti á lágmarksframleiðsu... Þeir sem ekki stóðu við það áttu ekki von á góðu. Belgískir hermenn voru víst gjarnir á að spandera byssukúlum sínum í sportveiðar og var þeim því gert að presentera eitt stykki afskorna hendi fyrir hverja kúlu sem eytt var. Þeir fóru þá bara samt á veiðar og skáru hendurnar af lifandi fólki og sendu til Belgíu. Já, það er gaman að læra sögu.

7 comments:

Anonymous said...

Komið þið sæl skötuhjú:) Mikið er gaman hjá ykkur úti! Ég er meira en sammála Hörpu væri alveg til í að fara á bát í sjoppuna;) hehe

Hvenar komið þið heim? Var að spá hvenar það hentaði best að koma til ykkar...

Við erum á fullu að byggja húsið okkar:) svaka stuð, þið getið séð nokkar myndir á http://primadonna.bloggar.is/...Ég er ekki viss um að Ásgeir komist nokkuð með mér, en vonandi að hún Ósk sjái sér fært að koma með mér eina helgi:)

knús og koss
Halldóra Rut

Anonymous said...

Hæ sætasta snúlla! Við komum heim í byrjun ágúst og þú eða þið eruð velkomnar hvenær sem er!!!

veiveivei

Anonymous said...

Og Vix, ég yrði alls ekki þreytt á að fara út í sjoppu á bátnum!... af þeirri einföldu ástæðu að það ert þú sem ferð alltaf út í sjoppu!!! híhíhí...

Anonymous said...

hahahahaha, fimma í lófa fyrir þetta Harpa;)

Ég læt þig vita sem fyrst;) sendu mér e-mailið þitt í símann minn

Anonymous said...

já...þetta er Dóra tíhí;)

Anonymous said...

Kvitt
frá Trölló

Ástarkveðja
Sylgja, Pálmi, Ísar og Dalía
p.s það vantar einhvern til að bjóða í grill :-)

Anonymous said...

Thad vaeri tha betra ad vid myndum bjoda ykkur i grill!!! Her verdur amk 25 stiga hiti og sol naestu 10 daga!

p.s. Dora, Eg fekk mail fra ther um daginn thannig ad du ert vaentanlega med e-mailid mitt:)

PLR