Wednesday, March 26, 2008

Ferðasaga 1. hluti - Vín

Við fengum okkur semsagt þennan fínasta díselfólksbíl og keyrðum á fimmtudagsnóttinni til Vínar. Það snjóaði á leiðinni og var Autobahnið því ekki eins skilvirkt og ætla mætti... þetta skiptið... En þessi hálfi sólarhringur verður afgreiddur með þessari einu ljósmynd.



Við komumst að því að svokallaður interntional check in time er klukkan hálf þrjú, þannig að við undum okkur bara rakleiðis í sight-seeing. Þetta mun vera kirkja Heilags Stefáns.
Hún er mjög stór.

Það er eitthvað verið að renóvera hana.Harpa að klappa dráttarklárunum sem voru með eyrnaskjól.

Þetta hús mun vera brúkað til tilbeiðslu, en við sáum það bara frá veginum og veit ég því ekki við hvaða ágæta dýrling þessi bygging er kennd við...
Þetta er hinsvegar þinghúsið.
Þar er engu til sparað og er íburður þar nokkur.
Schönbrunn er þó sennilega orðabókaskilgreiningin á íburði. Hún er dálítið stór, en hafa skal í huga að hér er um að ræða "sumarbústað" Habsburg ættarinnar.Þetta er smá sýnishorn af kastalagarðinum.
Þessi mynd nær kannski einum tíunda hluta af stærð hallargarðarins. Þarna á hæðinni er svona smá útibú frá hinum eiginlega sumarbústað.




Aðallinn í Vín lét sér ekki leiðast og lék sér í völundarhúsum. Það gerðum við Harpa líka, en vorum orðin dálítið þreytt á gríninu fyrir rest.
Þarna mátti útgangurinn alveg fara að sýna sig...

Völundarhús sem slík eru vafalaust draumur hvers garðyrkjumanns.
Harpa dáist að útsýninu úr "útibúinu" og lætur sig dreyma um að eiga eitt slíkt sjálf einhvern daginn....
Þarna fengum við okkur nestið okkar sem við tókum með frá Brussel. Hrafnarnir á staðnum voru mjög áhugasamir um það. Þess má geta að í hallargarðinum er eitt stykki dýragarður sem einhver prinsessa pantaði... Þar eru nashyrningar og fleira... Harpa er búin að lofa að fara með mig í dýragarð seinna...
Hvergi til sparað...
Við fengum að leika okkur eins og aðallinn gerði forðum daga.
Svo var þarna þessi dýrindis páskamarkaður þar sem mátti bragða allskyns góðgæti. Við fengum okkur súkkulaði, brezel, einhvern fokdýrann kartöflurétt og var það hin mesta skemmtun.
Ráðhúsið í Vín.
Þetta er hinsvegar alvöru höllin, ekki eins flott... Þarna vorum við orðin ansi þreytt og héldum upp á hótel til að fá okkur smá blund.
Þetta er Hofburg palace .
Þarna erum við á einhverju prýðistorgi þarna í miðbænum um kvöldið, allt hið glæsilegasta.Lofthæð í Vín er öllu meiri en maður á að venjast. Síðan röltum við um miðbæinn að kvöldi til og fengum okkur ágætis ítalska matseld.
Daginn eftir tókum við svo lestina til Búdapest. Meira síðar...

2 comments:

Anonymous said...

en þið sæt

Anonymous said...

Ég er hrifinn af myndasögum.