Thursday, March 20, 2008

Góðir gestir

Við höfum komist að því að Belgar þrífast nær eingöngu á brauði...


Snædís og Sigurjón kíktu í heimsókn og var farið víða um Brussel-borg með mikilli hjálp staðsetningartækisins Margréti (sem er n.b. ekki skírð í höfuðið á móður minni.) Þau hjónakornin og dóttir þeirra prufuðu öll helstu belgísku delicatessen, sem munu vera vöfflur, súkkulaði og franskar! Harpa mun hafa beðið í hálftíma eftir þjóðarréttinum frités, sem eru einfaldlega franskar með majónesi, en.... þær eru bornar fram í einhversskonar cone!!!!

Sökum moonlighting vinnu minnar hef ég sjálfur hins vegar ekki einu sinni komist á Grand Place ennþá. En þarna vorum við nýkomin af hinum prýðilegasta miðjarðarhafs veitingastað... Þá var einnig farið á einn Belgískan fancy stað, sem var svo alls ekkert svo fancy, en þar fékk þó Sigurjón ís með vodka sem hann var hæstaánægður með. Svo fórum við á einn tælenskann og einn víetnamskan sem var stórgóður...

Á sunnudeginum fórum við svo á flóamarkaðinn, sem er hreint út sagt magnaður.
Þangað ætlum við að fara aftur til að kaupa eitthvað glingur og dót í okkar fábrotnu íbúð.
Svo fórum við í bíltúr seinni partinn þar sem við byrjuðum að heimsækja "minnsta bæ í heimi" en sú nafngift þótti okkur sérlega loðin. En bærinn var engu að síður ákaflega smár og krúttlegur að sjá, en þar rigndi mikið og nenntum við því ekki að fara út. Þess í stað ákváðum við að skoða kastala sem þar var í næsta nágrenni. Okkur til þónokkurar undrunar hafði Hare Krishna söfnuðurinn keypt kastalann á tíunda áratugnum og breytt honum í einhverskonar spiritual resort. Það er skemmst frá því að segja að við vorum skíthrædd við að verða heilaþveginn á staðnum og drifum okkur því til Bastogne, en þar mun einhver rosalegasta orusta WWII hafa farið fram; the battle of the bulge!
Rétt fyrir utan bæinn má sjá minnismerki um þá rúmlega 80 þúsund Bandaríkjamenn sem týndu lífinu þarna. Þessi 120 þúsund nasistar sem dóu fengu vitanlega ekkert minnismerki. Sigurjón heldur friðarmerkinu á lofti og er sinni kynslóð til sóma.




Svona tæki ku vera einstaklega vel til þess fallið að eyða mannslífum, ósköp píslarlegur samt sem áður, á stærð við fólksbíl.


Í hádeginu er ég svo að fara að skrá mig í frönskunámskeið, er að reyna að plata Hörpu með, sjáum hvernig það gengur....

Svo erum við að fara núna eftir vinnu að sækja bílaleigubílinn okkar, kveikjum á Margréti og svo er bara páska-road trip. Jíha! Vín, Búdapest og Bratislava...

3 comments:

Anonymous said...

góða ferð og farið varlega l- itlu ormarnir eru hja okkur snjóstormur - s og P koma í dag ef vedur leyfir- og takk fyrir síðast -

Anonymous said...

Ís með VODKA????

Erum við að tala um FEDEX eða?

(2 stk takk, tími ekki að gefa Daða með mér)

Bíð spenntur...

PLR,
from the states that like to unite alot...
Oli

uku said...

heyhey! look what I have found :). What the hell are you doing in Brussels? I can't really understand anything.. but deciding upon the number of exclamation marks and words like "Jiha!" and "road-trip" it seems that you are having great time there! take care! skol!