Tuesday, April 15, 2008

Helgarbloggið Pt. 2

Helgarbloggið kemur hér eftir pöntun, en reyndar í öfugri röð. Það sem eftir fer gerðist á sunnudeginum.

Við fórum á antík-markaðinn í Sablon og skoðuðum einglyrni, vasaúr, hárpinna, leikhúskíkja, læsingar, konsertínur og alls konar dót. Hörpu leiddist ekki.
Þarna var margt að skoða...
Verst er að dótaríið var í dýrari kantinum, svo við fórum tómhent þaðan...
Gengum framhjá þessum afar detailaða útskurði í einhverju ágætu guðshúsinu.
Þarna stöndum við yfir garðinum fyrir framan öll helstu söfnin í Brussel.

En við fórum á hljóðfærasafnið!
Eins og sjá má er handverkið ólýsanlegt. Harpsichordar, Píanó, Pumpuorgel og Dulcimerar í allar áttir. Þessi er t.d. með tveimur nótnaborðum!
Af öllum gerðum, sveigð, bogin og bein.
Með svörtum nótum.
Brúnum...


Há upp í loft.
Þeir voru meira að segja með harpsichord sem var úr fókus.
Mikla lofthæð þarf fyrir sum þeirra.

Og sjá! Þeir voru að sjálfsögðu með Hörpur líka, en enga eins sæta og Hörpu Fönn.



Þarna er Harpa að rembast við að spila á klarinett í gegn um eitthvað apparat...
Syntharnir voru nokkurra ára gamlir...
Græjunördar takið eftir..
Því miður var ekki neitt af þessu dóti til sölu.
Þetta er sennilega elsti synthi í heimi...

Spiladósir geta verið nokkuð stórar í sniðum... Svo fórum við í "lyftuna," frekar ómerkilegt fyrirbæri...
Útsýnið þó í lagi og fyrisætan líka.

Svo fórum við heim...
Laugardagurinn í Antwerpen kemur svo síðar, góðar stundir.






3 comments:

Anonymous said...

Jeij :) Takk fyrir krakkar!!

Ps. Harpsichordið sem er úr fókus, er það eina sinnar tegundar í heiminum? Eða eru til fleiri? ;) ..alveg merkilegt fyrirbæri!

Unknown said...

Halló
En frábær pistill og skemmtileguur, meira meira., Hér er bara snjór og kuldi en spáð hita um helgina þá á að olíubera 18 hús -gaman gaman-- fullt af pólskum konum vinnufúsar sem betur fer.
P

Anonymous said...

Ja okkur fannst ekkert sma snidugt ad sja allt i einu harpsichord ur fokus... mikil tilbreyting fra ollum hinum hundrad sem vid sáum! Og já, thetta er eina sinnar tegundar í heiminum thannig ad du VERDUR ad koma og heimsaekja okkur her i Brussel:)

saknisaknisakn... get ekki bedid eftir að sjá þig og krílslínu í haust