Thursday, April 3, 2008

Lífið í Brussel

Nú hefur Austurferðinn verið nokkuð vel skrásett og tekur nú lífið í Brussel aftur við...

Á þessari einstaklega óskýru mynd má sjá f.v. Andreu, Maríu, Rannveigu og Hörpu sætu. Við héldum matarboð fyrir nokkru síðan og Rannveig og Andrea voru svo indælar að gefa okkur leirtau, enda áttum við ekki nóg af diskum fyrir heilt matarboð... Harpa bauð upp á tælenska matargerð sem var algert lostæti...
Við héldum svo partý um seinustu helgi og allir traineearnir buðu þeim sem þeir þekktu. Til að blekkja nágrannana skrifuðum við að þar væri EFTA Seminar á ferðinni, eins og sjá má á þessum virðulegu Post-it miðum.
Það kom á daginn að norsku stelpurnar þekkja ansi marga hérna í Brussel og held ég að nágrannarnir hafi ekki látið glepjast af annars lúmskum vinnubrögðum okkar... Lögreglan var heldur ekki sannfærð...
En það er hinsvegar ákaflega jákvæður siður og til eftirbreytni að veislugestir mæti daginn eftir og taki til og skúri... Ein stúlkan (ekki trainee) þreif meira að segja klósettið okkar...
Skopps var orðin ansi óþreyjufull eftir sushi og kom ég henni á óvart með einum bakka á dögunum. En hún er svo útsjónarsöm að hún bjó bara til meira úr hráefni sem við áttum til heima og úr varð jafnvel betra sushi. Reyni menn svo að greina á milli hvað þarna er keypt og hvað ekki...

Æfingarhúsnæðið okkar...

7 comments:

Anonymous said...

Bættu endilega þessum snyrtipinnum í FEDEX pakkann okkar títtnefnda...

Óli

Anonymous said...

Hvurslags nágrannar eru þetta. Curver kom nú bara sjálfur yfir og lét vita að gleðin var að halda fyrir honum vöku :)

En hvernig er það, er engin Curver sem þið eruð að hrella ?

Rannveig said...

Takk fyrir matarboðið og partýið, góður matur og skemmtilegt partý!Mér þykir mest leitt að hafa misst af lögreglunni, en vona að Harpa hafi farið í lögmannsgírinn og rætt við þá ;)

Anonymous said...

Ég heimta nýtt blogg!
Takk fyrir bjórmyndina.. nú veit ég að það er allt í góðu hjá ykkur. Ekki það að þessar nýjustu myndir eru miklu betri heimildir ;)

Saknaðarknús!

Anonymous said...

partý er ekki partý nema löggan komi

Anonymous said...

Málið var sko að það voru ekki nágrannar okkar í byggingunni sem kvörtuðu, það var nefnilega fólkið í húsinu á móti sem kvartaði.

Þau gátu náttúrulega ekki aulast til að telja hæðirnar og reikna út hvaða íbúð þetta væri, þannig að nú er ég kominn á skrá hjá belgísku lögreglunni sem alræmdur "partýdóni."

Anonymous said...

Ég fór klárlega í lögmannsgírinn!... Enda orðin alvön eftir að hafa rökrætt við Dillon menn og Devitos gaura!

'Égr sgo löggfrælingur og þess veggna Á ég aðfá fría pizzzzzzu og bjóóóóór!!!´

Harps