Wednesday, April 23, 2008

Afmælisblogg

Hvað gætu Vignir A. Guðmundsson, Immanuel Kant, Lenín, Oppenheimer, Charles Mingus og Bimbo Coles átt sameiginlegt?

Vissulega eru Vignir og Kant hugsuðir á heimsmælikvarða, hæfileikar Vignis og Bimbo á körfuboltavellinum eru nokkuð svipaðir. En vitað er að Bimbo Coles var afleitur heimspekingur og Immanuel Kant kunni ekki að troða.

Það er, jú, annað sem tengir þá saman, þeir fæddust allir á sama deginum. Ég varð víst 27 ára í gær. Að því tilefni fór Harpa með mig í smá ferð á Laugardaginn.


Við fórum aftur til Antwerpen til að fá okkur Kebab. Mér finnst þeir ægilega góðir og eru ekki á hverju strái hér í Brussel. En þó ótrúlegt kunni að virðast þá var kebabinn ekki aðalmarkmiðið, heldur...
Dýragarður!!! Harpa komst að því fyrir nokkru að ég hafði ekki farið í dýragarð nema einu sinni á ævinni og það var svo langt síðan að ég man varla eftir því... Þessi elska vildi því bæta úr því...
Hún var þó lang sætust í öllum garðinum...
Þessi félagi var að fá sér snæðing.
Þessir voru í lengra laginu.
Þessi var frekar dapur að sjá...
Fílarnir voru stórir.

En nú að annars konar dýragarði! Það var partý um kvöldið, mér til heiðurs.Þessu ágæta fólki líka, þau áttu afmæli 19. og 20. apríl. En fyrir þá sem ekki vita eru þetta Charlie og Maria.
Þetta fólk er norskt og bera nöfn á borð við Martine, Magnus og Alan.
Þetta eru Harpa, Kari og Maria.
Þarna voru leikar farnir að æsast og staup komin í spilið. Hörpu leiddist það ekki. Charlie líst eitthvað illa á blikuna.
Harpa og Martine.
Magnus kominn á milli.
Mikið fjör.

Þarna var fjörið orðið svo mikið að hafa þurfti fataskipti.

Ég fékk svo köku í vinnunni í gær. En þar sem við erum bara tvö á deildinni minni var hún frekar lítil. Harpa kláraði svo alla kökuna í dag!!!

11 comments:

Anonymous said...

Já til hamingju með afmælið baby!!! Ég ætlaði að ná þér á msn í gær en þú sást ekki þar. hafið það superb.

Daði

Anonymous said...

ég bara fer hjá mér... ÉG sætasta dýrið í dýragarðinum!!!! VEI!

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið ..þú slappst við sönginn...

Sben

Anonymous said...

Til hamingju með ammillið!
Harpa, mundirðu eftir að toga 27 sinnum í eyrun á honum?

knús á línuna!

ps. það er spurning hvort maður fari að kíkja í heimsókn. Eru margir bókaðir á sófann í maí?

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið! ;)
Frábær hugmynd að skella sér í dýragarð...og ummmm hvað mig langar í alvöru kebab líka!

Sól.

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Vignir!

Harpslína, takk æðislega fyrir að tékka á þessu hjá pabba þínum, ég kann ekki að græja svona og þekki heldur engan.. en ég náði mér í trial version og nota hana næsta mánuðinn. Kannski kaupi bara gegnum netið ef það kostar ekki handlegg og fótlegg ;)

Gaman að skoða myndir, ég er alveg sammála að Harpslan er sætasta dýrið :)
Vona að þú hafir skilað kveðju til Phosphorescent vinar míns.. annað væri nú dónaskapur ;)

Hafið það gott og GLEÐILEGT SUMAR (var búin að gleyma því ;)
Knús og koss!

Anonymous said...

Takk aedislega fyrir commentin thid!

Vignir er samt frekar móðgaður að hafa ekki fengið söng;)

Frabaert ad du hafir reddad trial version Huld og takk fyrir hrósið snúlla:)

sólveig, þú bara verða koma í heimsókn!!!... yesyes... en Maí er frekar bókaður. Við erum laus helgina 16-18 Maí og svo aftur 23-.25 Maí, utan við tónleika sem við förum á 24 Maí:) Ekkert planad enntha í júní samt!!! Man, Það er orðið allt of langt síðan við hittumst.. saknisaknisakn!!!

Anonymous said...

Síðbúnar afmæliskveðjur frá Önnu Kristínu, Hlyn og litlu frænku í Stekkum. Gaman að fylgjast með ykkur:)

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Vignir and Harpa said...

Takk öllsömul fyrir afmæliskveðjurnar.

Og hamingjuóskir til fjölskyldunnar á Stekkum með stelpuna, við verðum að kíkja í heimsókn um leið og við komum heim.

Vignir

Anonymous said...

Hahahaha, sorry afmælið þitt fór alveg frammhjá mér. En Bimbo Coles, þetta nafn hef ég ekki heyrt né séð í 10 ár allavega. Var hann ekki funheitur í Miami á sínum tíma?