Tuesday, April 15, 2008

Helgarbloggið Pt. 1

Antwerpen.
Við brugðum okkur í nágrannabæinn Antwerpen á Laugardeginum. Þar bjuggu 461.496 manns þann 1. janúar 2006. Kynjahlutfallið hallar örlítið á karlpeninginn eða 49,03% karlar. Atvinnuleysi mælist 16,72% og meðaltekjur um 12 þúsund evrur á mann. Á hvern ferkílómeter raðast 2257 manns og 12,41% þeirra eru útlendingar.

Lestarstöðin þar er á mörgum hæðum. Þar fengum við okkur belgíska vöfflu og var hún ákaflega gómsæt. Hin afar víðfema og yfirgripsmikla frönskukunnátta mín kom að litlu gagni þar, því þar tala þeir einhverja afbakaða þýsku sem enginn skilur og engin nennir að skilja...
Þó verslun hafi verið aðalmarkmiðið kom Antwerpen þægilega á óvart með látlausu yfirbragði sínu og vinalegu viðmóti. Raunar mun skemmtilegri borg en Brussel. Skopps fanst til að mynda ekki alls kostar leiðinlegt að sjá fólk klætt í aðra liti en svart, grátt og hvítt.
Þarna er ég á aðalverslunargötunni.
Og ég aftur, ekki búinn að versla mikið enn...
Harpa fyrir neðan styttu af manni sem heldur á afskorinni hendi sem síðar átti eftir að valda okkur miklum erfiðleikum.
Þarna í bakgrunni má sjá "hjólabar" sem verður að teljast afar sniðugt concept.
Church of our lady er býsna stór og var víst aldrei kláruð fyllilega...
Þarna má sjá Hörpu með vintage sólgleraugun sem hún keypti í búð sem hún var algerlega ástfangin af. Sólgleraugun þóttu minna á Jackie Onassis og þar mátti fjárfesta í öllum mögulegum vintage munum. Við keyptum líka skó, tösku, vasaklút og axlarbönd.
Ráðhúsið í Antwerpen. En þarna má sjá styttuna góðu af manninum með hendina, enda ætluðum við að mæla okkur mót við fólk við "handarstyttuna." Kom þá á daginn að það var nú bara önnur stytta af hendi allt annars staðar í bænum og þurftum við að bíða í óratíma sökum þess misskilnings, sem kallaði á spurninguna: "Hvað er málið með þessar hendur?"

Hér er svarið: Samkvæmt þjóðsögu var eitt sinn risi sem hét Antigoon og bjó við Scheldt ánna. Þar innheimti hann toll af hverjum þeim sem vildi yfir ánna. Ef menn neituðu að greiða tollinn hjó Antigoon einfaldlega af þeim aðra höndina og fleygði henni út í ánna. Þannig gekk það þar til Antigoon mætti ungu hetjunni Brabo sem drap risann og varpaði hendinni af honum út í ánna. Nafn borgarinnar er dregið af þessari sögu og mun Antwerpen einfaldlega þýða: handvarp.

En þrátt fyrir þjóðsögur og afskornar hendur náðum við loksins að hitta á norsku vini okkar: Alain, Svenn og Martine og fengum við okkur mexikóskan mat í Handarvarpinu.

3 comments:

Anonymous said...

eruð þið ekkert í því að gera stundum bara ekki neitt?!

Anonymous said...

stundum sofum við á nóttunni, þá erum við ekki að gera svo mikið... En ég lofa að blogga einhverntíman um aðgerðaleysi...

Anonymous said...

"þar tala þeir einhverja afbakaða þýsku sem enginn skilur og *engin nennir að skilja*..."
- ég hló.

En að punktinum hennar Jóu: Ég hef á tilfinningunni að Harps standi á bak við þetta;)