Tuesday, April 1, 2008

Ferðasaga 3. hluti - Bratislava

Lestarstöðin í Bratislava var jafnvel enn "krúttlegri" en stöðin í Búdapest. En hún var einnig mun skítugri.
Við vissum að íbúafjöldi Bratislava væri aðeins 450 þúsund manns, en "Obchondná," sem er aðalverslunargata borgarinnar var tóm! Ef til vill spilaði þar inni að það var páskadagur. En við vorum orðin ansi örvængingarfull í leit okkar að opnum veitingastað og vorum næstum því farin á McDonalds þegar Skopps sá 1st Slovak Pub, en þar mun þjóðarréttur Slóvakíu vera langbestur. Við þangað!
Þarna má svo sjá Skopps leifa matnum sínum. "Halusky" er einhverskonar dumplings með kindaosti og er nánast óætt. Ég fékk mér gúllas sem var ekki gott. Ég var einnig ægilega spenntur að prófa þjóðarréttina og pantaði mér stórt glas af "Kofola," sem er kóladrykkur þeirra austantjaldsmanna. (Ég veit vel að það er ekkert tjald til.) En það er skemmst frá því að segja að í allri mannkynssögunni hefur aldrei, ALDREI, verið gerður verri drykkur! Ég skora á fólk að reyna að sýna fram á annað.
Harps gafst upp og fékk sér Mc...
Það láir það henni enginn sem hefur bragðað á mat úr slóvakísku eldhúsi.
Þetta er kirkja Heilagrar Elísabetar.
Þessi ber hið ákaflega viðeigandi nafn "The Blue Church" og er ægilega krúttleg.
Við líka...

Við stálumst aðeins inn, en það var engin messa í gangi, ólíkt í hinni kirkjunni sem við stálumst inn í...

Þarna er Dónáin í bakgrunni og Harpa sæta í forgrunni.
Slóvneska samgöngukerfið er fyndið.
Þetta er gamla leikhúsið í Bratislava og var byggt á árunum 1885-86. Það er hinsvegar búið að reisa einhverskonar garðskála yfir gosbrunninn.
Þetta mun vera stytta af Pavol Országh Hviezdoslav, sem þykir færastur allra Slóvaka með pennann. Skoppu fannst hann hinsvegar merkilegri fyrir þær sakir að dúfa nokkur hafði tyllt sér makindalega á höfði hans, gersamlega skeytingarlaus gagnvart ritverkum og störfum þjóðskáldsins.


Þarna er Skopps að vera sæt, eins og alltaf.
Við fundum "Sautjánuna," Harpa var skiljanlega kampakát með þann merkisfund.
Þessi kurteisi maður á víst heimili í ævintýrum H.C. Andersen og vitum við ekkert hvað hann var að gera í Bratislava. Enda skiljum við ekkert í ritmáli þeirra ágætu þjóðar.
Kirkja heilags Marteins var krýningarkirkja Ungverjalands og voru 11 kóngar krýndir þar á árunum 1563-1830. Panorama útsýni yfir nýrri hluta Bratislava. Tekin úr Bratislava kastalanum. Borgin er æðifögur og það sem betra er, hún er pínulítil og hægt að labba á milli gríðarfagurra bygginga á örfáum mínútum.
Harpa var heilluð af fjölmörgum röðum kommúnistablokka. En þær eru jú nokkrar eins og sjá má.
Slóvakía er skógi vaxin.
Kastalinn í Bratislava er allt í lagi. En það voru öll hlið lokuð í honum á Páskadegi og sönnuðu virkisveggirnir heldur betur gagnsemi sína þegar við reynum að komast þaðan aftur út.
Við reyndum bara að njóta útsýnisins í staðinn.
Þessi heitir Capuchin Church.



Einhver var að panta mynd af Hörpu að drekka bjór og hér er hún. Reyndar ekki slóvneskan, enda var fyrri reynsla okkar af þarlendum drykkjum ekki góð.


Þetta er hliðið hans heilags Michael. Er víst ævafornt.




Þarna mun vera ráðhús Bratislava, sem er bleikt.



Þeim Bratislava búum þykir gaman að leika sér með götuskreytingar sínar. Þetta er Paparazzi stytta.

Okkur þótti líka gaman að leika okkur! Eftir þetta gerðum við aðra tilraun til að borða í þessari gríðarfallegu borg, en án árangurs. Oj!

Við vorum ekkert alltof örugg í sporvagninum á leiðinni upp á lestarstöð.
Það brakaði mikið í honum og ljósin slökknuðu ítrekað, en hann skilaði okkur á leiðarenda, blessaður. Á leiðinni á brautarstöðina sáum við man hægja sér og þar biðum við í pissufýlu á lestarstöðinni með rónum bæjarins, það var indælt.

Þarna var Skopps alveg uppgefin á leiðinni aftur til Vínar.

Hún var líka uppgefin á leiðinni til Brussel.

Þar var snjór....

3 comments:

Anonymous said...

Hvernig var með FedEx sendinguna... kannski hægt að bæta 1 Kofola við Vodkaísinn?

Svo neita ég að trúa að Kofola sé verri en eðaldrykkurinn frá kýpur sem var einu sinni í boði í æsilegu 3ja manna singstar partýi í kringlunni...

PLR,
Rocketman

Anonymous said...

Ég veit ekki með hvernig það gengur fyrir sig að senda ís með pósti...

Eini drykkurinn sem gæti mögulega verið verri en Kofola væri: Kofola blandað út í annan drykk.

Og þá kæmi Kýpur snafsinn (instant sweat) sterkur inn...

Anonymous said...

Bara ef þú hefðir vitað úr hverju Kofola er gert hefðirðu sennilega ekki smakkað er það?

Kindaosts dumplings ummmm, það hlýtur nú að vera gott, spurning hvar þeir fá djúpsteikingarolíuna fyrst þeir nota uppsóp af gólfinu í kóladrykki!

Hafið það gott vinur.
Mbk
Birkir Hrafn