Monday, April 28, 2008

HARPS BLOGGAR!

Vixi minn er klárlega ekki að standa sig í blogginu. Ekki búið að heyrast múkk frá honum í næstum því viku! Ég er miklu duglegri, enda commenta ég óspart undir bloggið hans. Að auki blogga ég í hausnum á mér á hverjum degi sem þið heppnu lesendur fáið auðvitað beint í æð! ÉG eyði sem sagt öllum mínum tíma í að láta undan bloggheimti ykkar, kæru lesendur...

duglega duglega ég...

Í dag er góður dagur. Í dag er réttara sagt frábær dagur. Ég og Vix ætlum ad fagna í Kampavíni á eftir. Leigjendur mínir, þeir bjánar, fóru úr íbúðinni minni í dag. loksins. Þeir skulda mér ekki nema tveggja mánaðarleigu + vexti + innheimtukostnað + viðgerð á lás.

Þetta unga fólk í dag... já seisei... Ég, gamla konan, ætla aldrei, ALDREI, að treysta ungu fólki aftur, anda allt djöfullsins pakk!

Fleira er að gerast í dag. Við Vix erum að fara út að borða með tengdó. Við erum búin að fara svo oft út að borða með tengdó, boðin af þvílíku rausnarsemi þeirra, að við erum orðin uppiskroppa með 'world cuisines'. Eina sem við eigum í rauninni eftir er íslenskur matur, svið og hrútspungar, sem við ætlum einmitt að gera dauðaleit af í dag, en það gæti reynst erfitt að finna slíkan veitignarstað hér í Brussel, innan um allt gourme-ið...hmmmm...

Já, tengdó eru í heimsókn og við erum alveg búin að skemmta okkur konunglega, heldur betur! fórum í Antwerpen á fimmtudaginn, flæmska bæinn Ghent á laugardaginn og Afríkusafnið á sunnudaginn. Fannst svolítið skrítið að þeir séu hættir að hafa afríkubúa til sýnis í safninu, en ég sá einn í metro-inu þannig að þetta var allt í lagi...

Klukkan er orðin 6 þannig að nú kemur Vixinn minn að reka á eftir mér

Aur Revoir og þangað til næst (hvenær svo sem það nú verður....)

Harps

3 comments:

Anonymous said...

Hahaha, ég hló upphátt þegar ég las kommentið um safnið og afríkubúann í metro.

Gaman að skoða bloggið ykkar, þú stendur þig vel í blogginu Harps :)

Sól.

Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni bwhahahahahahahahaha

Agnes

Anonymous said...

híhíhí... ég ætti greinilega að blogga oftar fyrst ég fæ ykkur til að hlæja snúllurnar mínar!

Sakna ykkar óendanlega mikið,
ykkar H