Wednesday, April 9, 2008

Gaman er að vera í Brussseeeeel!

Vorið er að koma... loksins! Ég er búin að stilla upp sólgleraugum, þunnum jökkum, minipilsum og bleikum varalit í fatahenginu og búin að henda regnhlífinni. Nú verður bara valhoppað í vinnuna, bjór úti á torgi og sól! yesyes.... Við ætlum líka downtown shopping um helgina og kaupa skærgul jakkaföt á Vixa og bleik á mig. Það eru víst sumarlitirnir í ár... Svo verður farið út að skokka í veðurblíðunni annan hvern dag og á ströndina hinn.

Annars er mikið mikið að gera like always. Ég á hádegisfundum að drekka rauðvín og Vix á netinu að dánlóda music. Það var eitt geðveikt erfitt verkefni í vinnunni í gær! Scheise! Ég þurfti að panta mér mat og rauðvín af matseðli í hádeginu sem var bara á frönsku (Je ne comprends pas francois)... þetta er nú meira... Ég gerði mér því grein fyrir því í gær að ég neyddist til að taka frönskunámskeið!! (að sjálfsögðu mun ég láta EFTA borga, það er nú klárlega mikilvægur hluti af starfi mínu að tala frönsku)

Ég og Vix skráðum okkur því á frönskunámskeið sem mun hefjast nú í Maí. Vix þurfti náttúrulega líka að skella sér því allar dánlód tónlistarsíðurnar eru á frönsku!!! Ég fer á beginner námskeið en Vix fransman tók e-ð próf á netinu sem færði hann ofar (Vix er líka búinn að hertaka alpahúfuna mína (sem þið sáuð á myndunum frá Austur Evrópu)... hann er barasta ALLTAF með hana!)

yesyes... nú erum við að fara í mat til FMO svo þetta nægir í bili



Aur Revoir

Harps

5 comments:

Anonymous said...

Vííí merci pour le blog! Et tres bien með frönskunámskeiðið. Það er nottla bannað að vera með alpahúfu og kunna ekki frönsku. Þið þarna ættuð nú að þekkja húfulögin.

Annars man ég eitt og annað.. un petit garcon og allskonar.. Þetta lærði ég sko.

Eruð þið ekkert í belgíska súkkulaðinu hvernig er það? Getiði allavega tekið mynd í einni konfektbúðinni fyrir mig? Langar rosalega að sjá alvöru belgíska konfektbúð!

Jæja. bless.

Anonymous said...

Auddad elskan min! mamms og pabbs hlodu okkur reyndar upp af islenskum paskaeggjum thannig ad vid erum enn ad reyna ad klara thau....

Anonymous said...

Ég óska eftir að íslenskir vefbjóðar (webbloggers)noti hreina og óspillta íslenzku á þessum miðli

Anonymous said...

JÁ ÞAÐ ER ALLAVEGA EKKI GAMAN Í KEFLAVÍK...

CAPS LOCK FRIDAY,
SKÁL TIL BRÚSSLÍSINS
OLI

Anonymous said...

Hvar er helgarbloggið? Þið eruð ekki að standa ykkur sem fréttaritarar íslands í brussels.
Seisei..

Knús samt, ok :)