Thursday, April 17, 2008

Tónleikar: "Domino-festival"

Við Vignir áttum afar viðburðarríkan og skemmtilegan þriðjudag (eins og reyndar flestir dagar eru). Þessi dagur var einstaklega menningarlegur því við skelltum okkur á opnun nr. 2 á “Iceland on the Edge” sýningunni í BOZAR. Sýningin sem var verið að opna hét: “The Icelandic National Concert and Conference Center in Reykjavík” og “ SKÁL – Drinking Horns”. Yesyes…Við erum klárlega orðin snobbpakk. Hér eftir munum við AÐEINS láta sjá okkur á sýningum og opnunarviðburðum í Reykjavíkinni, í fylgd Herdísar ömmu. Þannig að þið sem enn hangið á Dillon og Ellefunni…don´t expect to see us in Retro Reykjavík!

Af alíslenskum sið seinkaði opnuninni um halftíma, sem kom sér afar illa fyrir okkur, þar sem við áttum stefnumót við Jana Hunter, Phosphorescent (já, btw…..Hann bað að heilsa þér Huld), Mariee Sioux og Alela Diane seinna um kvöldið.

Sem BETUR FER var þjónninn ekki íslenskur og hafði því mætt á réttum tíma í vinnuna, og bar fram troðfulla bakka af allskyns áfengum veigum. Í fáfræði okkar og sakleysi ákváðum við að treysta fyllilega á íslenska mannasiði og biðum og biðum, en eftir 2 rauðvínsglös (sem við fengum NB EKKI að drekka úr þessum frægu “Drinking Horns”!) og mikið garnagaul (kokkurinn var greinilega íslenskur, matarlyktin var rétt farin að ilma um salinn en ekkert bólaði á matnum sjálfum!) ákváðum við að láta okkur hverfa, enda þvílíkur dónaskapur hjá okkur að láta Jana Hunter bíða!!! Spenningurinn fyrir tónleikunum var rosalegur enda hef ég ALDREI séð betra line-up á einstökum tónleikum og fyrir aðeins 12 EUR! Við hlupum því af stað um Brussel borg og voum mætt að fyrra sviðinu rétt fyrir kl. sjö.


Á slaginu sjö byrjuðu sörguð gítarhljóð og kynæsandi rödd Jana Hunter að hljóma um salinn og ég bara vissi að næstu fjórar klukkustundirnar yrðu himnaríki! Ég truflaði reyndar oft tónleikana með garnagauli og bölvaði því íslenska kokkinum frá opnuninni…

45 mínútum síðar, á öðru sviði, eða leikhússviðinu, byrjaði Mariee Sioux, og hennar ótrúlega mjúka og fallega rödd söng óaðfinnanlega kaflaskiptu og löngu lögin sín.
Eftir það færðum við okkur á fyrra sviðið aftur og innan 10 mínútna byrjaði einlæga og brotna rödd Phosphorescent að hljóma um salinn. Hann spilaði í rúmlega klukkutíma innan dyggra aðdáanda (það voru aðeins um 100 manns í salnum). Vix var super ánægður með tónleikana, enda mikill aðdáandi, og auðvitað hreif hann mig með sér. Ég hlustaði mikið á aðra plötu Phosphorescent (tihi… Huldsl, þú mannst eftir því….), og aðeins þá fyrstu, en er alls ekki eins heilluð af þeirri nýjustu og á tónleikunum fannst mér hann vera of hrifinn af loopum, amk fyrir minn smekk.
Eftir það byrjaði aðalatriðið, Alela Diane, á leikhússviðinu. Í þetta skiptið voru öll sæti full en við sátum upp á svölum með ótrúlegt útsýni yfir allt sviðið. Hún spilaði bæði ein og ásamt hljómsveitinni sinni, sem Mariee Sioux einmitt skipar, auk pabba Alela og Matt Bauer, sem var einstaklega laginn a banjóið.
Ég man ennþá eftir því þegar ég byrjaði að hlusta á Alela, fyrir rúmlega einu ári síðan, þegar hún var að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Á þeim tíma var stundum hægt að sjá nafninu hennar bregða fyrir á tónlistarblog-síðum en nánast hvergi ananrs staðar! Þess vegan var ég algerlega hissa á öllu fólkinu sem mætti á tónleikana!!! Ég var næstum búin að rífa í Vigni og troða mér út, því hún var klárlega orðin allt of commercial fyrir okkur!!! Alveg greinilega búin að selja meira en 1000 plötur!

En því verður ekki neitað að hún er með alveg einstaklega skemmtilega og sveiflandi rödd og setur svolítinn kántríblæ inn í folk-ið, sem gerir folk-ið að mínu mati einmitt e-ð svo mikið ekta American folk. Þannig að ég bara VARÐ að sjá hana, enda mikill aðdáandi, bæði hennar og folk-tónlistarinnar.

Og ekki olli hún vonbrigðum! Hún hafði gott skipulag á lagaröðinni…. Maður þekkti vel flest lögin, og þau sem maður þekkti ekki raðaði hún vel inn á milli henna. Þetta var bara alger snilld vægast sagt. Í laginu “pieces of string” kom stúlknakór upp á svið og söng með henni sem var alger snilld!

Þetta kvöld var sem sagt alveg einstakt! Jæja, býst við að þetta sé orðið nógu langt hjá mér en ég ákvað að hafa frekar langt blog frá mér núna því það er LOKSINS rólegt í vinnunni og því er best að nýta tækifærið meðan það gefst!

Annars er nóg að gera næstu daga enda afmælið hans Vignis að koma!! Veivei…. Við erum búin að skipuleggja RISA party á laugardaginn hjá Martine, Mariu og Charlie, en Maria og Charlie eiga einmitt líka afmæli.

Endilega kíkið á facebook síðuna.

Aur Revoir

Harps franskona

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með daginn Virgill the old one.
Kv. Birkir Hrafn